Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 115 Myndun eggjahvítuefnis var einn áfangi í þeirri þróunarsögu. En þyrpingar af eggjahvítuefnum í frumhali jarðar voru fjarlægir undanfarar fyrstu lífveranna. í íslenzkri þýðingu Örnólfs Thorla- ciusar á bók Oparins, Uppruni lífsins (1960), segir svo: „Fyrstu þyrpingarnar í frumhafinu bárti engin einkenni lífs. En allt frá byrjun leyndust með þeim eiginleikar, sem rutt gátu brautina, ef rétt skilyrði gæfust, til myndunar hins fyrsta lífs.“ Til þess að tengja einföld frumefni saman í flóknari sameindir þurfti orku. Árið 1928 kom brezki líffræðingurinn J. B. S. Haldane fram með ýmsar vangaveltur varðandi uppruna lífsins. Hann taldi til dæmis útfjólubláa geisla hafa verið þá orkugjafa, sem í árdaga sameinuðu frumefnin í lofthjúpi jarðar. Blöndur af vatni, koltví- sýringi og ammoniaki gætu fyrir áhrif jiessara geisla breytzt í sykur og önnur flókin efnasambönd. Um þetta atriði skrifar Haldane: „Áður en lífið kom til sögunnar hljóta þessi efni að hafa hlaðizt upp, þangað til í frumhafi jarðar myndaðist eins konar kraftsúpa lífrænna efnasambanda." Haldane áleit, að undanfari lífs hér á jörðu liefði mótaz.t í vötn- um eða höfum hinnar ungu reikistjörnu. Á óralöngum tíma höfðu ýmis efnasambönd skolazt með regnvatni úr lofthjúpi jarðar og sölt flutzt með fallvötnum til sjávar. Halið var því mengað söltum, sýrum, lútum og kolefnasamböndum. Botnleir í ármynnum drakk í sig hin flóknari efni og í lónum og á grynningum strandhafa varð þessi súpa flókinna efnasambanda æ þykkri vegna uppgufunar vatnsins. Örvað með hæfilegri orku var þetta ákjósanlegt umhverfi fyrir sameiningu flókinna sameinda og efna, svo sem eggjahvítu- efna, kolvetnissambanda og fitu, en þau sambönd eru byggingarefni allra núlifandi vera. Þetta var sennileg tilgáta, og það hefur tekizt að sýna fram á, að þannig gæti myndun hinna fyrstu lífrænu efna hafa átt sér stað. Þá var það, að dr. Melvin Galvin við Kaliforníuháskóla tókst að framleiða nokkur einföld lífræn efni með því að láta tilbúna geimgeisla dynja á blöndu koltvísýrings og vatnsgulu. En fyllri vitneskja um frummyndun lífrænna efna úr blöndu lofttegunda var gerð að undirlagi atómfræðingsins Harold Urey, sem starfaði við háskólann í Chicago í Bandaríkjunum. Ungum nemanda hans, Stanley L. Miller tókst árið 1953 að framleiða ýmis einföld lífræn efni í tilraunatæki, sem hann útbjó sér. Miller reyndi að eftirlíkja

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.