Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 117 2. mynd. Séu amínósýrukeðjur hitaðar, lilaupa jjær saman í kúlur al gervi- hvítu. Kúlurnar eru ekki ósvipaðar frumstæðum einl'rumungum. (Úr The Earth Life Nature Library, bls. 147). sem ríktu i loi’thjúpi hinnar ungu jarðar, en líkur benda til, að þannig hafi samsetning lofttegunda verið áður en lífverur röskuðu því jafnvægi með tilfífun og öndun. Miller notaði ekki súrefni í loftblöndu sína á þeim forsendum, að súrefnismagn frumlofthjúps jarðar hefði verið óverulegt. Hið athyglisverðasta í niðurstöðum Millers var rnyndun hinna ýmsu amínósýra. Eins og áður hefur verið vikið að, eru amínósýrur byggingarefniviður eggjahvítunnar. Amínósýrurnar eru haldgóðar sameindir byggðar úr hinum fjórum þýðingarmiklu frumefnum lífrænna efna. Það er kolefni, súrefni, vetni og köfnunarefni. Hin- ar ýmsu gerðir af amínósýrum geta tengzt í keðjur og myndað peptida séu keðjurnar stuttar. Eggjahvítuefnin eru hins vegar sam- setningur af löngum keðjum amínósýra, og taka aðallega um 20 gerðir af amínósýrum þátt í byggingu eggjahvítuefnisins. Við endurteknar tilraunir með rannsóknartæki Millers hefur tekizt að framleiða nær allar gerðir amínósýra. Úr frumefnum hins tilbúna lofthjúps frumaldar þessa hnattar haf'ði tekizt að fram-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.