Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 33
NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN 125 hverasvæðum eða ef til vill þar sem neðansjávargos velkja saman uppleystum söltum sjávar og bráðnuðu bergi í súrefnissnauðum gufuhjúpi, þar sem jarðhiti og eldingar gætu verið sú orka, sem sameinaði einföld kolefnasambönd í flóknari frummyndanir hins lífræna efnis. Vera má að þær aðstæður séu einmitt fyrir hendi á íslandi í dag. Guðmundur Kjartansson: Rúmmál hraundyngna Leiðrétting við grein i siðasta hefti. í grein minni Stapakenningin og Surtsey, Náttúrufr. 36. árg., 1. liefti, eru á bls. 17 nefndar nokkrar íslenzkar dyngjur og áætluð stærð þeirra í km3. Svo hlálega hefur til tekizt um þær áætlanir, að þær eru yfirleitt þrefalt of háar. Þetta stafar af óafsakanlegri fljótfærnisskekkju minni í einföldum reikningi. Rétt reiknuð er rúmmálsáætlunin þannig: Skjaldbreiður 17, Kjalhraun 4, Leggjabrjótur 4, Baldheiði 2, Selvogsheiði 1 km3. í grein minni (bls. 18) leiði ég að því rök, að hver dyngja sé til orðin í aðeins einu gosi. En við þá niðurstöðu bæti ég þó með nokkurri áhyggju: „Þetta kann að þykja ótrúlegt um stærstu dyngj- urnar, t. d. Skjaldbreið, sem er eitthvað 50 km3 að rúmmáli“, ber Skjaldbreið síðan saman við stærstu hraunflóð, sem menn vita til, að upp hafi komið í einu gosi, þ. e. Skaftáreldahraun og Þjórsár- hraun, og viðurkenni, að hraun Skjaldbreiðar sé um þrefalt—fjór- falt stærra en livort hinna. En nú, eftir leiðréttinguna, getum við haft lyrir satt, að þessi þrjú hraun séu rnjög sambærileg að stærð, og er því kenningin um, að hver dyngja sé mynduð í einu gosi, sennilegri eftir en áður.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.