Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 145 bruna lífrænna efna, flyzt að raestu með blóðvökva, svo sem síðar verður greint frá. Blóðrauðinn bindur kolmónoxíð (kolsýring, CO) um tvöhundr- uðfalt fastari tengslum en hann bindur ildi. Ef menn anda að sér kolmónoxíðmenguðu lofti, svo sem útblásturslofti bifreiðar í lok- uðum skúr, mettast blóðrauðinn þessu efni, sem losnar tæplega aftur frá honum, svo að frumur líkamans fá ekki ildi, og maður- inn deyr, nema snarlega sé hægt að koma sem næst hreinu ildi í lungu honum. Er menn brenna inni, ber dauðann oft að sem kolmónoxíðeitrun, því að mikið verður til af þessari lofttegund við ákafan bruna innanhúss, þar sem lítið ildi kemst að. Myndun rauðra blóðkorna fer snemma fósturskeiðs frarn víða um líkamann og í fósturhimnum utan fósturlíkamans. Er líður á meðgöngutíma, takmarkast framleiðslan við rauðan beinmerg og veli í lifur og milta. Fljótlega eftir fæðingu verða rauð blóðkorn aðeins til í rauðum beinmerg, sem fyllir flest hol í beinum ung- barnsins, en þokar smárn saman fyrir gulum rnerg, fituríkum vef, senr kemur hér ekki við sögu. f fullorðnum manni er rauður mergur helzt í rifjum, bringubeini og höfuðbeinum, ásamt end- um nokkurra langra leggja. í honum eru frunrur, sem kalla nrætti „frumblóðkorn", og fjölgar við skiptingu. Frumurnar, sem við þess- ar skiptingar verða til, sérhæfast nú á mismunandi vegu og verða ýmist að rauðum blóðkornunr, lrvítum blóðkornum eða að blóð- flögunr. Þær, senr verða að rauðum blóðkornum, fyllast snránr sanr- an blóðrauða; jafnframt rýrnar kjarninn og hverfur loks með öllu. Einhver hluti nýmyndaðra rauðra blóðkorna er raunar enn með leifar kjarna. Eftir nrikinn blóðmissi fjölgar þessnm ófullgerðu blóðkornunr oft, sömuleiðis við ákveðna blóðsjúkdóma. Eyðing rauðra blóðkorna fer að nokkru fram í rauðum nrerg, en einnig í lifur, milta og eitlum. í öllum þessum líffærum eru sérlegar frumur (reticulo-endothel-frumur), sem gleypa rauð og livít blóðkorn, gerla og lrvers kyns aðskotaefni í blóði. Sundrun rauðra blóðkorna er allflókin, en blóðrauðinn sundrast og nryndar úrgangsefni með ýmiss konar lit, sem að jafnaði safnast saman í lifur og berast þaðan með galli — sem svo nefnd galllitarefni — út í þarnra, þar sem þau unrnryndast frekar fyrir tilverknað gerla og lita að lokunr saurinn brúnan. Líkaminn heldur þó járni blóð- rauðans eftir, bindur hann við sérleg eggjahvítuefni og nýtir síðan

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.