Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1967, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 1967, Qupperneq 55
N ÁTTÚ RUFRÆÐ I NGU RIN N 147 Fósturblóð hefur sérlegan blóðrauða, hemóglóbín-F. Þessi gerð þarf mun minna ildi til að mettast en venjulegur blóðrauði, enda tekur fóstrið ekki til sín ildi um lungu, heldur úr legköku móður- innar, þar sem minna er af því en í loftinu í lungum manns. Er líður á fósturskeiðið minnkar F-gerðin og A-gerð kemur í hennar stað (eða einhver gallaða gerðin, ef svo vill til) Nokkru eftir fæð- ingu er F-gerðin horfin úr blóði barnsins. Meðan á skiptunum stendur eyðast rauð blóðkorn óvenjuört, svo að lifrin hefur oft ekki við að losa líkamann við galllitarefnin, enda illa þroskuð í ung- börnum. Þá safnast nokkur hluti galllitarefnanna í húð barnsins og litar hana gula. Einkum sést gul slikja oft í augnhvítu nýfæddra barna af þessum sökum. Hvít blóðkorn Hvít blóðkorn (eða öllu fremur litlaus) eru um 8000 í hverjum míkrólítra blóðs. Þau eru nokkru stærri en hin rauðu og allbreyti- leg að gerð og uppruna. Hér verður ekki gerð grein fyrir einstök- um gerðum þeirra, en þau myndast bæði í rauðum beinmerg og í eitilvef, nokkrar gerðir í hvorum vef. Loks er ein gerð hvítra blóð- korna, sem flestir fræðimenn telja upprunna í vef þeim, sem eyðir rauðum blóðkornum og áður er nefndur (reticulo-endothel-vefur), en aðrir ætla þessi hvítu blóðkorn ættuð úr eitlum. Ekki er hlutverk allra hvítra blóðkorna ljóst, en sum þeirra gleypa örður, t. d. gerla, á sama hátt og amöbur neyta fæðu, og taka því virkan þátt í vörnum líkamans gegn sjúkdómsgerlum. Þessi blóðkorn minna á amöbur í útliti: þau geta breytt lögun sinni eftir aðstæðum. Öll hvít blóðkorn hafa kjarna, sum margskiptan. Þótt hvítu blóðkornin séu kennd við blóð, eru þau engan veg- inn einskorðuð við það. Aðalstörf þeirra eru unnin í vefjum utan blóðrásar, en þau berast um líkamann með blóðinu. Ef þörf er fyrir hvít blóðkorn einhvers staðar í líkamanum, t. d. ef gerlar herja þar, smjúga þau út á milli fruma í æðaveggjunum og leita þangað, sem þörfin er. Virðast þau dragast að efnum, sem gerlar eða skemmdar líkamsfrumur gefa frá sér. En hvítu blóðkornin eru ekki öll löguð til hernaðar, þau gegna eflaust margs konar störfum í heilbrigðum líkama, svo sem ýmiss konar efnaflutningi, en fátt er enn um þetta vitað. Erl'itt er að gera sér grein fyrir „meðalaldri" livítra blóðkorna,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.