Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 64
156 NATTURUFRÆÐINGURINN Ingólfur Daviðsson: Nokkrir fundarstaðir jurta 1965 o. fl. / Carex canescens x C. Lachenalii, t. h. með sótsvepp. Lambadalur, NV. 1. Ha g a s t ö r ( Carex pulicaris). Grund, Kverná, Mýrar og Akur- traðir í Grundarfirði á Snæfells- nesi, 22. júlí. Fremur lítið í stað. 2. Dúnhulstijastör (Carex pi- lulifera). Grund, Kverná, Gröf, Mýrar, Setberg og Akurtraðir í Grundarfirði. Víða allmikið. Víða í Lambadal í Dýrafirði, hlíðin ofan við Flateyri í Ön- undarfirði og allt inn að Breiða- dal, 17.—19. ágúst. Mikið á Mal- arrifi á Snæfellsnesi, t. d. ofan við Lóndranga, 31. júlí. 3. Bastarður, blátoppastarar og rjúpustarar (Carex canescens x C. Lachenalii). Mikið framtni á Lambadal í Dýrafirði, gegnt Krosshólum, innan um brok, mýrastör og stinnastör. Stráin hálfliggja niður og eru grönn og löng, 35—52 cm. Mörg eintök um 40 cm á lengd. Sótsveppur víða í öxunum. Rjúpustör vex nokkru ofar í hlíðinni, en blá- toppastör niðri á láglendi dals- ins. Báðar lausar við sótsvepp. 4. Skriðstör (Carex Mackenziei) og 5. Heigulstör (Carex glareosa) vaxa saman á strandfit í Lamba- dal.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.