Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 68
160 N ÁTT Ú RU FllÆÐ IN GURINN Nú grunar menn, að þeir hafi fundið aðferð til beinnar ákvörð- unar á lengd sólarhringsins — eða öllu heldur fjölda sólarhringa í árinu — allt frá því snennna á fornlílsöld jarðsögunnar (fyrir um öOO milljónum ára). Kalkstoðkerfi margra kóralla einkennist af hringum, sem mynd- ast einn á ári, líkt og árhringar í trjárn eða í kvörnum og hreistri fiska. En auk þessara árhringa í kórallakalkinu má þar líta daufari og þéttari hringa, sem trúlega eru mánaðarhringir — í einhverju sambandi við eyktir tunglsins. Loks má í smásjá greina í sumum kóröllum — bæði í tegundum, sem nú lifa og í steingervingum frá liðnum öldum — enn fíngerðari hringi, sem lielzt virðast vera daghringir, a. m. k. koma um 360 þeirra á hvern árhring í nú- lifandi tegundum kóralla. Talning á þessum hringum í steingerð- um kóröllum er nú liafin. Sækist hún örðuglega, sem von er, en það, sem þegar er fundið, bendir til mn 400 hringa á ári í kóröll- um frá miðdevontímabili fornlífsaldar (fyrir um 400 milljónum ára). Nokkru lægri tala, eða 380 hringar eru í einum árhring kóralls frá steinkolatímabili fornaldar, næsta tímabili á eftir devontímabili (fyrir um 300 millj. árum). Skylt er að geta þess, að teljandinn, próf. J. W. Wells við Cornell- háskóla, hefur talið hringi í einum kóral frá ordoviciutímabili (um 500 millj. ára), þar sem hringafjöldinn í árhring er mun hærri en vænta mætti, svo að ekki er þorandi að draga neina endanlega niðurstöðu af þessum athugunum, fyrr en að meiri rannsóknum loknum, bæði frekari talningu hringa í steingerðum kóröllum og fyllri könnun á eðli og myndun hringanna í nútímakóröllum. Til dæmis er enn ekki fengin fullnaðarsönnun þess, að um daghringa sé að ræða. O. Tli.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.