Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 14
3. mynd. Trítilblaka Pipistrellus nathusii er eina evrópska leðurblökutegundin sem hér hefur orðið vart. Leðurblökur geta ekki staðið uppréttar á jörðinni og verða að skríða með aðstoð þumalsins á vænghnúanum. — Nathusius’ Pipistrelle Pipistrellus nathusii is the only European bat recorded from lceland. Teikning/drawing Jón B. Hlíðberg. fínnst í skipi (John E. Hill, pers. uppl.). M.s. ísnes var nýkomið frá Bandaríkjun- um og fundust fímm aðrar leðurblökur í lest þess á sama tíma. Ætla mætti að dýrin hafí öll verið sömu tegundar, en hitt dýrið, sem var varðveitt, reyndist þó vera ljós- fæla. Því miður var fjórum dýranna hent áður en þau voru greind til tegundar en það hafa líkast til verið skógarblökur og/eða ljósfælur. Á 5. mynd eru sýndir fundarstaðir leður- blaka á og við ísland. Athygli vekur hve dreifíng þeirra er áberandi suð- og vestlæg. Það er þó skiljanlegt þegar haft er í huga hvar flest dýranna sem hafa verið greind til tegundar eru upprunnin. Ef við athugum hvenær á árinu leður- blökur sjást kemur í ljós að öll dýrin fundust seinni hluta árs, frá ágúst fram í desember. Þetta er sá árstími þegar leður- blökur eru helst á ferð frá sumarslóðum til vetrardvalarstaða. Ein hrímblakan fannst þó ekki fýrr en í desember og er það óvenjuseint, því í Kanada er fartími hrím- blaka einungis fram í október (Van Zyll de Jong 1985). ■ UMRÆÐA Hvernig berast leðurblökur TIL LANDSINS? Islenska landspendýrafánan er mjög fá- breytt samanborið við meginlöndin beggja vegna. Ástæðan er augljós. Island hefur ekki verið tengt öðrum löndum eftir að ísaldarjökullinn hopaði, fyrir u.þ.b. 10 þúsund árum og hafíð torveldar flestum landspendýrum að komast til landsins. Tvær náttúrulegar leiðir eru helst opnar landspendýrum að Islandsströndum, á ís eða fljúgandi. Fáar tegundir landspendýra lifa á heim- skautaslóðum svo ekki er við mörgum tegundum að búast úr þeirri átt. Vafah'tið bárust refír Alopex lagopus upphaflega til landsins með hafís, en þeir eru álitnir einu landspendýrin sem höfðu hér fasta búsetu fyrir landnám (Páll Hersteinsson 1980). Hvítabimir Thalarctos maritimus koma líka með ís. Á ferðum sínum milli heimshluta hefur maðurinn viljandi eða óviljandi borið með 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.