Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 20
Hluti sólgeislunar- innar speglast beint aftur út í geiminn Hluti sól- geislunar- innar kemst í gegnum gufuhvolfið Gróðurhúsa- lofttegundir draga í sig hluta hita- geislunar frá yfirborði, en geisla henni aftur frá sér og hita þannig yfirborðið aftur Meginhluti sólgeislunar nýtist til upphitunar jarðaryfirborðs Yfirborð jarðar sendir frá sér hitageisla 1. mynd. Skýringarmynd af áhrifum gróðurhúsalofttegunda á geislun í lofthjúpi jarðar (IPCC 1992). mörgum þjóðlöndum og gefið út skýrslur þar sem teknar eru saman niðurstöður helstu rannsókna á þessu sviði. Við samn- ingu þessarar greinar höfum við stuðst mikið við skýrslur sem gefnar hafa verið út af IPCC (1990, 1992). ■ GRÓÐURHÚSAÁHRIF Af fréttaflutningi mætti stundum ætla að gróðurhúsaáhrifm séu eitthvað sem mann- kynið er að búa til. Svo er þó ekki. Gróður- húsaáhrif hafa verið til staðar allt frá því að gufuhvolf jarðar myndaðist í árdaga. Þau hafa raunar oft verið meiri en nú. Hins vegar virðist stefna í að mannkynið sé að auka við gróðurhúsaáhrifin og ætti því fremur að ræða um aukningu gróðurhúsa- áhrifa. Ef engin væru gróðurhúsaáhrif væri meðalhiti á jörðinni 33°C lægri en hann er, eða -18°C í stað +15°C. Um miðja síðustu öld komust menn að því að það væru fyrst og fremst lofttegundimar koldíoxíð (C02) og vatnsgufa (I I20) sem hefðu þessi áhrif en ekki súrefni og köfnunarefni sem þó eru allt að 99% lofthjúpsins. Mjög lítið er af C02 í andrúms- loftinu, eða aðeins um 0,03% af rúmmáli lofts- ins. Þetta er oftast ritað 300 ppm og lesið 300 hlutar af milljón. Hlut- fall vatnsgufu er mishátt frá einum stað til annars. Hæst verður það rúm 3% en hér á landi er það oftast um og yfír 0,5%. Þær lofttegundir sem valda gróðurluisaáhrif- um nefnast eðlilega gróðurhúsalofttegundir. Gróðurhúsalofttegundir eru fleiri en koldíoxíð og vatnsgufa og má þar nefna óson, metan og halógenkolefni. Haló- genkolefnin eru heil fjölskylda efnasambanda sem búin cru til af manninum. Freon er lik- lega þekktast þeirra og er talið vera ein mikilvægasta orsök þynningar óson- lagsins, en það er önnur saga. Sameindir nær allra gróðurhúsalofttegunda eiga það sameiginlegt að innihalda fleiri en tvö atóm. Þetta veldur því að auk þess að sveiflast sundur og saman eða snúast eins og tveggja atóma sameindir geta þær blakað vængjunum ef svo má segja. Svo vill til að eigintíðni þessa titrings er nærri tíðni hitageislunar. Þegar hitageislun frá yfirborði jarðar berst upp í loftið fer hún meira eða minna framhjá tveggja atóma sameindum súrefhis og köfnunarefnis, en um leið og hún hittir fyrir stærri sameindir fara þær að hristast til og frá. Sameindirnar missa orkuna fljótlega aftur frá sér sem hitageislun en hluti hennar berst aftur nið- ur í átt til jarðar (sjá I. mynd). Gróðurhúsalofttegundirnar tefja á þenn- an hátt framrás hitageislunar upp í gegnum gufuhvolfið. Annars færi hún beina leið út í himingeiminn. 14

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.