Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 21
2. mynd. Hitabreytingar á norðurhveli jarðar 1890—1945 sýndar sem keðjumeðaltal 15 ára. Lóðréttur skali er ótil- greindur en bilið milli láréttu punktalinanna er 0,1 °C. HLÝNUN AF VÖLDUM VAXANDI G RÓÐURH ÚSAÁH RIFA Sænski efnafræðingurinn Svante Arrhenius var meðal þeirra fyrstu sem bentu á að verið væri að losa kolabirgðir jarðar upp í andrúmsloftið. Hann tók sig til og reiknaði út hversu mikilli hlýnun þetta gæti valdið. Niðurstaða hans árið 1896 var sú að hlýnun af völdum tvöföldunar á styrk C02 í and- rúmsloftinu yrði 5-6°C. Þetta er ekki fjarri niðurstöðum vísindamanna nú á tímum og verður það að teljast býsna gott hjá 3. mynd. Mceldur styrkur C02 í andrúms- loftinu á Mauna Loa jjalli á Hawaii 1958-1990 (WHO 1990)." Arrheniusi sem ekki hafði önnur tæki til reikninganna en blað, blýant og reiknistokk. Ekki voru þeir þó margir sem veittu kenningum hans sérstaka athygli. Um og upp úr 1920 fór veðurlag hins vegar greinilega hlýnandi á norðurslóðum og rétt fyrir seinna stríð skrifaði breskur námaverkfræð- ingur, Callender að nafni, grein þar sem hann benti á hlýnunina og jafnframt á það að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu virtist fara vaxandi. Hlýnunin leit í stríðslok út eins og sjá má á 2. mynd. Ansi sannfærandi, ekki satt? En Call- ender var varla búinn að skrifa greinina þegar hitinn hætti að hækka og næstu 30 árin rúm hlýnaði lítið og veðurfar kólnaði jafnvel. Hér á landi kólnaði talsvert. Fyrsta áratuginn eftir stríð var sú skoðun ofan á að hafið myndi auðveldlega gleypa alla losun mannsins á C02 upp í andrúmsloftið enda væri margfalt meira CO, í hafrnu en í and- rúmsloftinu. En 1957 var sýnt fram á það á sannfærandi hátt að hafíð væri þrátt fyrir allt tregt til að taka við viðbótum, enda færi leysni C02 í sjó lækkandi með hækkandi sjávarhita. ■ VAXANDl STYRKUR KOLDÍOXÍÐS Árið 1958 hófust síðan mun nákvætnari mælingar á styrk CO, í gufuhvolftnu en áður höfðu þekkst. Það var á Mauna Loa fjalli á Hawaii. Talsverð árstíðasveifla er í styrknum vegna öndunar og tillífunar plönturíkisins en þegar kom fram á annað ár mælinganna kom í ljós að magnið var meira en árið áður. Koldíoxíð hvers einasta árs hefur síðan alltaf verið meira en árið á undan. Þegar mælinganiar hófust var styrkur CO, 314 ppm en árið 1993 var hann kominn upp í u.þ.b. 357 ppm (sjá 3. mynd). 15

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.