Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 22
Styrkur C02 í andrúmslofti fyrir iðnbylt- ingu er talinn hafa verið um 280 ppm og hefur hann því aukist um 28%. Nokkrar sveiflur hafa verið í hraða aukningarinnar síðustu árin eins og sjá má á 4. mynd. Þetta má sennilega rekja til breytilegra strauma í N-Kyrrahafí sem nefnist „E1 Nino“ og minnst er á síðar í þessari grein og vegna eldgossins í Pinatubo-fjalli á Filipseyjum sumarið 1991. Þannig var hraði aukningar- innar óvenju lítill frá miðju ári 1991 fram á mitt ár 1993 en aukningin virðist vera að ná sér á strik að nýju. Hraði aukningarinnar var einnig tiltölulega lítill á árinu 1982. JAFNGILDISSTYRKUR KOLDÍOXÍÐS Magn annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu fer einnig vaxandi. Það er býsna langt mál og flókið að lýsa áhrifum þessara efna hvers fyrir sig en þó má geta þess að sum halógenkolefni eru allt að 10.000 sinnum áhrifameiri en C02. Þau hafa því umtalsverð áhrif þótt magnið sé sáralitið. A móti kemur að sum þeirra eyða ósoni, eins og frægt er, en óson hefur einnig mikil gróðurhúsaáhrif, sem þá minnka. Áhrif annarra lofttegunda eru oft reiknuð út miðað við C02 og nefnast samanlögð áhrifin reiknuð á þennan hátt jafngildisstyrkur koldíoxíðs. Nú eru sam- anlögð áhrif C02 og allra þeirra gróður- húsalofttegunda sem maðurinn hefur losað út í andrúmsloftið talin jafngilda rúmlega 400 ppm styrk C02, sem er um 45% 4. mynd. Efri hluti myndarinnar sýnir styrk C02 í andrúmsloftinu á síðustu árum. Neðri hluíinn sýnir aukningu í styrk C02 í ppm á ári (WMO 1994). aukning frá því sem var fyrir iðnbyltingu. Talið er að aukning gróðurhúsaáhrifa á næstu árum muni skiptast þannig að rúmur helmingur (um 60%) verði af völdum C02 og tæpur helmingur (um 40%) af völdum annarra gróðurhúsalofttegunda. Gróður- húsaáhrif þessara lofttegunda vaxa nú um u.þ.b. 1% á ári og er liklegt að það muni þau halda áfram að gera í allmörg ár enn, jafnvel áratugi, nema gripið verði til mjög róttækra ráðstafana til þess að minnka mengun sem veldur gróðurhúsaáhrifum. Ef svo fer fram sem horfír mun jafngildis- styrkur gróðurhúsaloft- tegundanna fara yfír 560 ppm um árið 2020. Það svarar til þess að styrkur C02 í andrúmsloftinu hafí tvöfaldast frá því sem var fyrir iðnbyltingu og breytingin verður þá orðin milli tvöfalt og þrefalt meiri en náttúru- legar styrkbreytingar C02 milli hlýskeiða og kuldaskeiða ísalda, sem vikið verður að hér á eftir. 5. mynd. Hitabreytingar á norðurhveli jarðar 1880-1975 (sjá skýringar við 2. mynd). 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.