Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 28
9. mynd. Skýringarmynd af uppbyggingu veðurspá- og veðurfarslíkana (Washington og Meehl 1989). Veðurspálíkön og sum veðurfarslíkön gera ráð fyrir einfaldara hafi en myndin sýnir. Veðurfarslíkön hafa batnað mikið á allra síðustu árum. Af þessu leiðir að líkönin eru nú fær um að endurspegla núverandi veðurfar á jörðinni mun betur en áður. Það er að sjálfsögðu fyrsta skilyrði þess að hægt sé að bera eitthvert traust til niður- staðnanna hvað varðar hlýnun. I reikn- ingunum er andrúmsloftinu skipt upp í nokkur lárétt lög, oft 10-20 talsins, og hverju lagi skipt upp í allmarga kubba sem eru oftast 3-10 breiddar- eða lengdar- gráður á kant. Ef hafstraumar eru reiknaðir sérstaklega er höfum skipt upp með svip- uðum hætti. Þessi skipting er svo gróf að Island „sést“ alla jafna ekki í reikn- ingunum. Reikningamir eru mjög tíma- frekir, þrátt fyrir að reikninetið sé haft gróft, og geta tekið fleiri vikur eða mánuði á öflugustu tölvum sem framleiddar hafa verið. Til marks um það hversu umfangs- miklir reikningarnir eru má hafa það að tölva með reiknigetu venjulegrar 386 PC- tölvu hefði þurft að byrja að reikna fyrir Krists burð til þess að niðurstöður úr einni keyrslu lægju fyrir nú. Engu að síður skortir allmikið á að líkönin séu nægilega góð til þess að segja með nákvæmni til um líklegustu hlýnun af völdum vaxandi gróð- urhúsaáhrifa. Sérstaklega eru aðferðir til þess að reikna samspil sjávar og and- rúmslofts frumstæðar og einnig út- reikningar í sambandi við hafís. Mikil óvissa rikir einnig um það hvernig fara skal með ský og úrkomu í líkönunum. Þrátt fyrir þetta hafa líkönin aukið mjög skilning manna á veðurfarssveifium, einkum og sér í lagi á mikilvægi samspils hafstrauma og andrúmslofts í því sambandi. REYNSLUSAMBÖND í VEÐURFARSLÍKÖNUM Eins og nefnt var hér að framan er reikni- net veðurfarslíkana mjög gróft. Möskva- stærð reikninetsins er alla jafna mörg hundruð kílómetrar. Mörg ferli sem máli skipta fyrir þróun veðurs ná yfír svo lítil svæði hverju sinni að þau týnast ef svo má segja í möskvunum í reikninetinu. Sem dæmi um slík ferli má nefna skýjamyndun, úrkomu, djúpsjávarmyndun og ýmis ferli sem tengjast hafínu. Hér er komið að einu meginvandamáli veðurspá- og veðurfars- 22

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.