Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 29
líkana. Ekki er gott að skýra út á einfaldan hátt til hvaða ráða er gripið til þess að leysa þetta vandamál en í stuttu máli má segja að orkuferli eða massastreymi sem í raun standa mjög stutt og á litlu svæði eru jöfnuð út í tíma og rúmi þannig að hægt sé að eiga við þau með reiknineti líkansins. Varmastreymi sem í raun og veru fer ekki af stað fyrr en við ákveðinn hitamun eða skýjamyndun sem ekki á sér stað fyrr en tilteknu rakastigi er náð, er t.d. sett af stað aðeins áður og víðar en heldur minna í hvert sinn. Sambönd af þessum toga, sem ekki byggjast á eiginlegum eðlisfræði- legum grunni, nefnast reynslusambönd (á ensku ,,parameterization“) og eru mikið notuð í veðurlíkönum. Einhver mikilvægustu veðurferli sem lýsa þarf með reynslusamböndum í veður- spá- og veðurfarslíkönum eru skýja- myndun og úrkoma. Varmaskiptum sjávar og andrúmslofts, uppgufun frá hafrnu og djúpsjávarmyndun er einnig lýst með reynslusamböndum í veðurfarslíkönum og hefur það reynst ýmsum erfiðleikum undir- orpið. SVINDL í VEÐURFARSLI'KÖNUM Þegar veðurfarslíkön eru látin reikna mörg ár fram í tímann gerist það oft að niðurstöðumar verða smám saman full- komlega óraunhæfar. Þegar hugað er að orsökum þess kemur í ljós að það eru sam- skipti sjávar og andrúmslofts sem hafa farið út af sporinu. Meðal annars gengur erfiðlega að halda Golfstraumnum gang- andi! Þá er gripið til þess sem sumir telja örþrifaráð. Samskipti sjávar og and- rúmslofts eru leiðrétt beint á ýmsan hátt þar til líkanið fellur nokkurn veginn að raunveruleikanum, jafnvel þótt þessar leið- réttingar eigi sér litla sem enga eðlisfræði- lega stoð aðra en þá að eitthvað vantar upp á í líkaninu. Slíkar leiðréttingar má með sanni kalla svindl en vísindamenn telja sig engu að síður geta dregið gagnlegar ályktanir af niðurstöðum likanreikn- inganna. Nýjustu rannsóknir með allra fullkomnustu líkönum sem þróuð hafa verið benda til þess að þörfín fyrir þessar leiðréttingar minnki eftir því sem möskv- arnir í reikninetinu eru hafðir minni og eykur það bjartsýni um að líkönin muni batna að þessu leyti á næstu árum. Það er að sjálfsögðu illt til þess að vita fyrir ís- lendinga að mest óvissa skuli vera um þann þátt í veðurfarslíkönum sem að öllum líkindum mun skipta mestu máli um þróun loftslags hér á landi, þ.e. djúpsjávar- myndun og samskipti sjávar og andrúms- lofts. Vegna þessarar óvissu verður að líta svo á að líkanniðurstöður um hlýnun hér á landi og á hafsvæðum við landið séu mjög ónákvæmar, og mun ónákvæmari en fyrir flest önnur svæði jarðarinnar. JAFNVÆGISHLÝNUN Niðurstöður veðurfarslíkana um hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa hafa til þessa einkum verið settar fram sem mat á þeirri hlýnun sem tvöföldun á jafngildisstyrk CO, í andrúmsloftinu hefði í för með sér að meðaltali yfír alla jörðu til langs tíma. Þessa hlýnun má nefna jafnvœgishlýnun og er hún táknuð með AT2CC,2. Löng hefð er fyrir notkun gríska bókstafsins „A“ (delta) til þess að tákna mismun. Bókstafurinn „T“ er hins vegar notaður sem tákn fyrir hita samkvæmt alþjóðlegri venju. Jafn- vægishlýnunina er tiltölulega auðvelt að reikna með veðurfarslíkani með því að tvöfalda styrk C02 í einu vetfangi og keyra líkanið þangað til hiti á jörðinni nálgast nýtt jafnvægi. Jafnvægishlýnunin AT,ro lýsir á einfaldan hátt viðbrögðum and- rúmsloftsins við auknum gróðurhúsaáhrif- um en segir hins vegar ekkert um dreifíngu hlýnunarinnar eða hversu hratt hún á sér stað ef styrkur gróðurhúsalofttegunda vex hægt og bítandi eins og raunin er. Engu að síður er jafnvægishlýnunin mikilvæg vís- bending um það hversu viðkvæmt veðurfar er gagnvart styrk gróðurhúsalofttegunda og hentug til þess að bera saman niður- stöður mismunandi veðurfarslíkana. Samkvæmt flestum veðurfarslíkönum mun tvöföldun á jafngildisstyrk C02 í and- 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.