Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 34
14. mynd. Þessi mynd prýddi forsíðu tímaritsins „ World Climate News" í júní 1993 og þarfnast vart skýringa. hlýna verulega á næstu áratugum. Sumir þeirra telja líklegast að gróðurhúsaáhrifin séu nú þegar komin fram að nokkru leyti í veðurathugunum, þó að um það séu skiptar skoðanir. ÞAÐ GETUR ORÐIÐ ERFITT AÐ SNÚA TIL BAKA Það er Ijóst að áhrif þeirra gróðurhúsa- lofttegunda sem þegar hefur verið dælt út í andrúmsloftið eru ekki komin fram nema að litlu leyti, vegna þess að veðrakerfi jarðar er nokkurn tíma að átta sig á breyt- ingum, ekki síst vegna áhrifa hafsins á veð- urfar. Þetta er eitt þeirra atriða sem valda mönnum hvað mestum áhyggjum í sam- bandi við gróðurhúsaáhrif. Þegar hlýnunin vcrður orðin svo mikil að aukin gróður- húsaáhrif eru ótvírætt komin fram mun hlýnun halda áfram af fullum krafti í mörg ár eða jafnvel áratugi án þess að aðgerðir til að draga úr mengun hafí nein umtals- verð áhrif þar á fyrst í stað. Stöðvun C02- mengunar strax á næsta ári hefði því ekki merkjanleg áhrif á þróun veðurfars fyrr en að a.m.k. áratug liðnum. SAMANTEKT Það er óumdeilt að gróðurhúsaáhrif hafa afgerandi áhrif á orkubúskap lofthjúpsins og að án gróðurhúsalofttegunda í andrúms- loftinu væri mikill hluti jarðarinnar óbyggilegur. Það er einnig óumdeilt að styrkur helstu gróðurhúsalofttegunda fer vaxandi og mun halda áfram að vaxa á næstu áratugum. Flestir vísindamenn telja að þetta muni leiða til hlýnunar að meðal- tali yfír jörðina en deilt er um hversu mikil og hröð hún verður. Ovissa ríkir um dreif- ingu hlýnunarinnar en ljóst þykir að hún verður misjöfn eftir svæðum. Hlýnun á Islandi er mikilli óvissu undir- orpin vegna vandkvæða á því að reikna breytingar á hafstraumum sem verða kunna samfara hlýnun. Niðurstöður flestra ný- legra reikninga gefa til kynna að hlýnun á N-Atlantshafí, og þar með á Islandi, verði minni en annars staðar á sömu breiddar- gráðum vegna minnkandi djúpsjávarmynd- unar í hafínu í grennd við landið. Hlýnunin gæti engu að síður orðið umtalsverð, e.t.v. 0,3°C á áratug, sem er svipað og búist er við að meðaltali yfír jörðina alla. Sú niðurstaða líkanreikninganna að draga muni úr djúpsjávarmyndun í N- Atlantshafí þegar hlýna tekur vegna vax- andi gróðurhúsaáhrifa vekur að sjálfsögðu upp mikilvægar spurningar um breytingar á hafstraumum, uppeldisskilyrði nytja- stofna og fískigengd í hafínu í kringum ís- land. Það virðist þó borin von að líkönin geti svarað slíkum spurningum af einhverri nákvæmni á næstu árum. Líkönin benda óneitanlega til þess að umtalsverðar breyt- ingar geti orðið í hafínu en eru fámál um það hvort þær verði til góðs eða ills fyrir vistkerfí hafs. Að svo stöddu er ekki hægt að skera úr um það hvort hlýnunar af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa sé þegar farið að gæta í veðurfari á jörðinni eða á Islandi. Vegna 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (1994)
https://timarit.is/issue/291246

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (1994)

Aðgerðir: