Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 38
1. mynd. Holdugur dúði, eins og hann er sýndur á flestum myndum. Málverk eftir Roelandt Savery frá þriðja tug sautjándu aldar (Natural History Museum, London). rauðleitt í oddinn. Fæturnir voru gulir og gildir og vængimir „svo rýrir og gagns- lausir að þeir eru til þess eins að staðfesta að hér er fugl á ferð“, svo vitnað sé í Sir Thomas Herbert, enskan mann sem kom til Máritíuseyjar árið 1627. Hann sagði að fuglinn hefði vegið að minnsta kosti 50 pund (23 kg). Fuglinum útrýmt Menn veiddu þessa ófleygu fugla einkum til gamans því kjötið var víst vont. Öllu háskalegri vom þeim samt spendýr sem mönnunum fylgdu. Landnemamir fluttu með sér hunda og ketti, apa, svín og rottur. Þessi kvikindi breiddust fljótt út um eyna og útrýmdu dúðunum, einnig af afskekkt- um svæðum þar sem menn komu aldrei. Hundar vom aðgangsharðastir við full- vaxna fugla en kettir, rottur, apar og svín gengu frá eggjum og ungum. Um 1680 var tegundin með öllu útdauð. 11 NÝTT LÍKAN AF DÚÐA Arið 1990 var safnverði á Konunglega safninu í Edinborg, Andrew Kitchener, fal- ið að vinna nýtt líkan er sýndi útlit þessa fræga fúgls. Hann komst brátt í vanda: Elstu myndir af dúðum, frá því menn upp- götvuðu tegundina 1598 þar til um 1605, voru af mun grannvaxnari fuglum en hann hafði áður séð á mynd. Aftur á móti sýndu málverk, gerð um 1626 og síðar, þá akfeitu klunna sem mótað hafa hugmyndir okkar um útlit dúða (1. mynd). Líkamsleifar af dúðum Nokkrir dúðar voru fluttir lifandi á skipum til Evrópu á sautjándu öld og sýndir þar. Því miður hefur fátt varðveist af þessum sýningargripum annað en málverkin. Þó er til þurrkaður haus og fótur í dýrafræðisafni Háskólans í Oxford, fótur í Breska safninu 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.