Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 42
minnsta einn af þessum fuglum hafí borist til Evrópu. Þeir sem álíta hvítdúða sérstaka tegund telja að einbúinn á Réunion hafi dáið út um 1700 en hvítdúði hafi hjarað þar fram yfir miðja 18. öld, hugsanlega þar til um 1770. Aðrir fúglafræðingar hallast að því að réunioneinbúi og hvítdúði hafi verið ein og sama tegundin eða báðir undirtegundir af dúða. Dúðinn, silalegur, sljór og feitur, hefur verið tákn um dýr dæmt til aldauða, rétt eins og stóreðlumar forðum. Nú hefur Robert Bakker fært að því rök að stór- eðlurnar hafi verið með jafnheitt blóð og mun liprari og betur lagaðar að umhverfinu en almennt var talið. Með rannsóknum sín- um á dúðanum hefúr Andrew Kitchener veitt honum sams konar uppreisn æru. ■ HEIMILDIR Bakker, R.T. 1986. The Dinosaur Heresies. William Morrow, New York. Day, D. 1989. The Encyclopedia of Vanished Species. Universal Books Ltd., London. Encyclopædia Britannica. Kitchener, A. 1993. Justice at last for the Dodo. New Scientist, 139 (1888), 24-27. PÓSTFANG HÖFUNDAR Ömólfur Thorlacius Menntaskólanum við Hamrahlíð 105 REYKJAVÍK 36

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.