Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 44
1. mynd. Hjörleifshöfði vestan frá. Hóllinn svarti er á miðjum Höfðanum. Drangarnir tveir
til hægri hafa áður staðið í firðinum. Ljósm. Jón Jónsson.
væntanlega inn með honum að vestan. Ein
sönnun þess er ömefnið Rituberg, sem er
vestan á Höfðanum. Það bendir til ritu-
varps í berginu en sérfróðir fullyrða að rita
verpi aðeins við sjó. Um útlit þessa fjarðar,
sem talinn er hafa verið við lýði fram til
1311, verður hér ekki fjallað, en líklega
hefur hann haldist við í skjóli Höfðans
meðan jökulfljót hlóðu upp sandana til
beggja hliða. Benda má á hliðstætt og nær-
tækt dæmi um slíkt þar sem Holtsós undir
Eyjafjöllum þraukar enn sem stórt lón í
skjóli Steinafjalls með jökulár til beggja
hliða.
Hafi nú svo verið sem hér er talið er
næsta ljóst að drangar þeir sem eru sunnan
undir Hjörleifshöfða hafí staðið í fírðinum,
a.m.k. þeir tveir vestustu, Lásadrangur og
Arnardrangur.
Hvemig svo sem því kann að vera
háttað, vil ég hér slá fram þeirri hugmynd
að drangur sá hafi fyrrum Kerling heitið og
að þannig sé fjarðamafnið til komið. Næg
eru dæmi um slík ömefni, bæði í sjó og á
landi. Þarf ekki langt að fara, því Kerlingar
og Kerlingargil eru í hálendinu inn af
Höfðabrekkuheiði. Ætla má að þaðan sé
nafnið á dalnum komið, en sumir hafa
haldið að fjörðurinn hafi þar verið sem
Kerlingardalsá nú rennur. Svo þröngur er
sá dalur, framburður árinnar nú svo mikill,
og hefur á síðjökultíma verið margfalt
meiri, að áin hefiir verið búin að fylla þann
litla fjörð löngu fyrir landnámstíð. Annars
hefði vegurinn um Amarstakksheiði aðeins
verið milli Víkur og Fagradals en slóðin
bendir til meiriháttar umferðar í lengri
tíma. Vafalaust var fjara, þótt ekki breið
væri, niður af Fagradal og eftir henni leið
að Höfðabrekku vestan frá. I Skiphelli
geymdu Höfðabrekkubændur skip sín.
Heimildir eru um að sjór hafi náð upp að
Skorrabeinsflúðum, að því er virðist fram
yfir 1600.
■ LEIFARAF jÖKULGARÐl
Um Hjörleifshöfða má svo bæta því við að
bærinn þar stóð vestan undir Höfðanum
þar til hann tók af í hlaupinu 1721. Tún og
engjar voru þar vestur af bænum og um
hæðir nokkrar. Fyrir þeim mótaði enn
1904, eins og sýnt er á korti herforingja-
ráðsins frá þeim tí$ma. Er þar þá drag í 23
m h.y.s. en yfir það breiddi Katla endan-
lega 1918. Þá munu og síðustu leifar mann-
virkja neðan Höfðans hafa farið sömu leið.
38