Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 51
5. mynd. Augnhlið hvítingjans sem Sólberg ÓF 12 fékk í september 1993. Albino specimen
of Greenland halibut caught in bottom trawl east of lceland in September 1993. When the
fish was taken from the trawl it had the same colours as the specimen photographed in 1992
(fig. 3). This photo, however, was taken about 30 hours after the fish was caught. /n the
meantime it had been stored in a coo/ing room. When it was taken out, the dark spots had
appeared on the eye side, possibly indicating partial albinism. Trawling took place on soft
bottom at depths of about 600 m. Mynd/photo Björn Valur Gíslason.
ERLENDAR HEIMILDIR
Aðeins hefur fundist ein rituð heimild um
að hvít grálúða hafi veiðst fyrr. Sovéskt
vísindarit greinir frá því að haustið 1981
hafí þarlendur togari fengið slíkan fisk um
30 sjómílur suðvestur af suðurodda Sval-
barða (Melyantsev og Nizovtsev 1984).
Engar myndir fylgja þeirri grein, aðeins
lýsing á fiskinum og er hún í öllum aðal-
atriðum í samræmi við útlit físka sem veiðst
hafa hér við land. Norskir fiskifræðingar
kunna engar sögur af hvítum grálúðum, en
hins vegar hefur Dr. W.R. Bowering fiski-
fræðingur við Department of Fisheries and
Oceans, St. Johns á Nýfundnalandi, tjáð
mér að hvítar grálúður hafi nokkrum sinn-
um veiðst undan austurströnd Nýfundna-
lands. Hins vegar hefur ekki verið greint frá
þeim fundum á almennum vettvangi.
UMFjÖLLUN
Athygli vekur að svo margar hvítar grálúður
skuli skyndilega veiðast með svo skömmu
millibili. Vera má að slíkir fiskar séu al-
gengari en hingað til hefur verið talið og að
hvítar gráðlúður hafi áður verið dregnar úr
sjó við Island þó slíkt hafi ekki náð eyrum
fískifræðinga. Einnig má geta þess að tog-
arar sem stunda grálúðuveiðar hafa undan-
farin ár sótt æ dýpra og flestir fískanna
veiddust á um 1000 m dýpi. Kannski er
þetta rnikla dýpi skýringin á að þessir fískar
skuli yfírleitt hafa komist á legg. Algert
myrkur cr á slíku dýpi (Unnsteinn Stefáns-
son 1991) og því kann að vera að felulitir
skipti litlu máli fyrir möguleika einstakling-
anna til að forðast að lenda í gini afræn-
ingja. Hvítar grálúður kunna því að vera
algengari eftir því sem dýpi eykst.
45