Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 54
veginn sömu Qarlægð frá henni. Þetta virt- ist mótsagnakennt. Eg áttaði mig þó að lokum á því sjálfur, án þess að lesa um það í bókum, og því hefur það fest mér í minni. Hér er ætlunin að rabba svolítið um þennan merkilega kraft á einfaldan hátt og án þess að grípa til þeirra reikningslista sem venjulega eru notaðar þcgar rætt er um þessi efni. ■ NOKKRIR FRUMHERjAR Ef nefna ætti þá menn sem mótað hafa hugmyndir manna um þyngdarkraftinn koma einkum ijögur nöfn upp í hugann: Gríski heimspekingurinn og ijölfræð- ingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) setti á bók þær einföldu hugmyndir um þyngdina er voru ríkjandi á hans tíð og virðast blasa við hverjum manni. Þær hafa þó reynst hafa takmarkað gildi og eru raunar bein- línis rangar sumar hverjar, enda þótt ýmsir trúi þeim enn. ítalinn Galíleó Galílei (1564—1642) rannsakaði fyrstur manna fall hluta með vísindalegum aðferðum og leiðrétti Aristó- teles á afdrifaríkan hátt. Englendingurinn Isaac Newton (1642- 1727) ritaði eitt merkasta vísindarit allra alda, þar sem hann setti ekki aðeins fram grundvallarlögmál aflfræðinnar um krafta og áhrif þeirra heldur einnig þyngdarlög- málið um aðdráttarkraft sem ávallt og alls staðar er að verki. Þessi lögmál voru bylt- ing í heimi vísindanna, þetta voru fyrstu náttúrulögmálin sem giltu ekki aðeins hér á jörðu heldur í alheimi. Þau gerðu mönnum kleift að segja fyrir um gang himintungla og jafnvel segja fyrir um himinhnetti sem enginn hafði augum litið, hvar þeir væru staddir og hve efnismiklir þeir væru. Síðastur þessara manna er svo Albert Einstein (1879-1955) er bylti hugmyndum manna um rúm og tíma og skýrði þyngdina sem sveigju í ijórvíðu tímarúmi: að efnis- miklir hlutir sveigi tímarúmið umhverfis sig og að það sem okkur virðist þyngdar- kraftur sé í raun áhrif þessarar sveigju rúmsins, hlutir fari skemmstu leið - gagn- veg - í tímarúminu. ■ Á HIMNI OG jÖRÐU Frumstæðustu hugmyndir um þyngdaraflið og hreyfingar hluta eru eitthvað á þá leið að jörðin sé flöt og allt sem á henni er leiti niður á við. Ár og lækir renna niður til sjávar, epli fellur til jarðar sé því sleppt og stöðvast ekki fyrr en það mætir einhverri fyrirstöðu. í upphæðum er þessu öðruvísi farið. Sól, tungl og stjömur falla ekki til jarðar heldur ganga eftir föstum brautum á festingunni. Til eru fyrirbæri sem brjóta gegn þessari reglu, svo sem loginn sem stefnir upp, en hann er líka i aðra röndina af himneskum toga, skyldur eldingunni. Upp er stefnan til himna, til hinna ódauð- legu guða, niður er stefnan til undirheima, þar sem Hel ríkir. Til voru merkilegir hugsuðir meðal Forn-Grikkja, menn eins og Eratosþenes og Aristarkos, sem sáu fyrir sér að jörðin var kúla og færðu rök að því, en engu að síður hélt sú trú að jörðin væri flöt velli meðal almennings langt fram eftir mið- öldum. Meðal menntamanna réði ríkjum allt fram á sautjándu öld sú heimsmynd sem eigna má gríska stjarnfræðingnum Ptóle- maiosi og gríska heimspekingnum Aristó- telesi. Samkvæmt Ptólemaíosi var jörðin kúla í miðju alheims en himintungl öll voru á kristalhvelum og gengu umhverfis hana, þar með talin sólin sjálf. Samkvæml Aristótelesi var eðlileg hreyfing allra jarðneskra hluta niður á við; hlutir falla til jarðar, því hraðar sem þeir eru þyngri. Þegar þeir eru komnir eins langt niður og þeir komast stöðvast þeir og eru síðan í kyrrstöðu. Til að hreyfa hlut þarf kraft, þvi meiri sem hluturinn er þyngri. Til að við- halda hreyfingu hlutar þarf einnig kraft, vanti hann stöðvast hluturinn smám saman. Þetta er allt í góðu samræmi við það sem manni sýnist enda varð kenningin lífseig. Enda þótt þetta sé greinargóð lýsing á því sem i fljótu bragði virðist kemur annað í Ijós þegar dýpra er skyggnst. En það gerðu menn ekki öldum saman. Aristóteles var einn af mestu spekingum fornaldar og það sem eftir hann 48

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.