Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 58
4. mynd. Englendingurinn Isaac Newton (1642-1727). Hann áttaði sig á því að þyngdarkrafturinn á jörðinni nær alla leið til tunglsins og heldur því á braut um jörðina. ■ NEWTON OG EPLIÐ Sagan af því að Newton hafí dottið þyngd- arlögmálið í hug við að sjá epli detta er ein af kunnustu þjóðsögum úr vísindum og eplið þar með eitt af sögufrægustu eplum allra tíma. Það á sæti við hliðina á eplinu sem freistaði Adams og Evu og varð til þess að þau voru rekin úr aldingarðinum Eden; eplinu sem veitt var í verðlaun í fyrstu fegurðarsamkeppni sögunnar og olli stríðinu um Trójuborg; og eplinu sem Vil- hjálmur Tell var skyldaður til að skjóta af höfði sonar síns og átti sinn þátt í stofnun lýðveldisins Sviss. Elvort sem þjóðsagan um Newton er sönn eða ekki er það vist að Newton hcfur oft séð epli detta, því að hann var alinn upp í enskri sveit, í Lincolnshire, og þar dvaldist hann árið 1665 meðan plágan mikla geis- aði um England og loka varð háskólanum i Cambridge. En þetta ár fann hann þyngdar- lögmálið. Sjálfur segir hann svo frá: „A þessu ári fór eg að hugsa um það að þyngd- in næði alla leið út til tunglsins, og bar þann kraft sem þarf til að halda tunglinu á braut sinni saman við þyngdarkraftinn við yfirborð jarðar.“ I hinu mikla riti Newtons Stœrðfrœðilög- mál náttúruspekinnar (Philosophiae natur- alis principia mathematica) ræðir hann málin á þessa leið, í lauslegri endursögn: Standi maður uppi á háu fjalli og skjóti byssukúlu í Iárétta stefnu tekur kúlan þátt i tveimur hreyfíngum samtímis: annars veg- ar jafnri hreyfíngu í lárétta stefnu, liins vegar falli niður á við vegna aðdráttar- krafts jarðar. Væri jörðin flöt myndi kúlan alltaf koma niður, en mismunandi langt frá skotstað eftir því hve miklum hraða henni væri skotið með. En nú er jörðin kúlulaga og kreppist því frá kúlunni þegar hún held- ur áfram á sinni braut. Kúlan kemur því niður fjær skotstað en ella. Sé upphafs- hraðinn nógu mikill getur farið svo að kúlan komi aldrei niður heldur fari hring eftir hring umhverfis jörðina, ef ekki kæmi til viðnám loftsins. Hér er í fyrsta skipti ýjað að þeirri hug- mynd sem gervitungl nútímans byggjast á, þessi tungl sem nú endurvarpa sjónvarps- efni til jarðarbúa, auk margra annarra nytja sem af þeim eru höfð. Þeim er að vísu ekki skotið frá ofurháu fjalli heldur er þeim skotið lóðrétt upp og síðan tekur við bún- aður sem skýtur þeim til hliðar með hæfi- legum hraða. Og þau eru svo hátt yfír jörðu að loftviðnáms gætir lítt sem ekki. Newton bar þyngdina við yfírborð jarðar saman við þann kraft sem jörðin þarf að toga í tunglið með til þess að halda því á braut sinni umhverfís jörðu. Hann taldi víst að tog jarðarinnar í hlut minnkaði eftir því sem hluturinn er fjær jörðu og hafði gert sér hugmyndir um hve hratt það minnkaði. Newton komst að þeirri niðurstöðu að jörð- in togaði í hvert kíló á tunglinu með krafti sem er 3600-falt minni en kraftur hennar á hvert kíló hér á yfírborði jarðar. Og þá var hann ánægður: Hlutur á yfirborði jarðar er í eins jarðgeisla fjarlægð frá miðju hennar, tunglið er í um það bil sextíu jarðgeisla fjarlægð frá miðju jarðar. Og sextíu sinnum sextíu er einmitt 3600. Svona hratt minnkar þyngdarkrafturinn. Allt kostaði þetta mikla vinnu og flókna 52

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.