Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 59
reikninga þar sem hinar gömlu og viður- kenndu aðferðir dugðu ekki til. En Newton lét þá örðugleika ekki stöðva sig. Hann fann upp nýja reikningsaðferð sem á ensku heitir nú calculus en á íslensku hefur stundum verið kölluð örsmæðareikningur. Ef hugmyndir Newtons voru réttar togar hver efnisögn í aðra með einhverjum ör- litlum krafti. En safnast þegar saman kem- ur, það er þetta mor af örsmáum kröftum sem heldur jörðunni saman - og tunglinu líka - og það er sams konar mor krafta milli efnisagna á jörðunni og efnisagna á tunglinu sem heldur tunglinu á braut sinni um jörðu. Allir þessir smákraftar renna saman í einn mikinn kraft milli jarðar og tungls. Með nýstárlegum reikningum sínum tókst Newton að sýna fram á að kúlulaga hlutur dregur aðra hluti að sér með krafti sem er hinn sami og vera myndi ef allt efnismagn kúlunnar væri samankomið í miðju hennar. Það var þessi niðurstaða sem við studdumst við áðan þegar við bárum saman þyngdarkraftinn við yfirborð jarðar og í fjarlægð tunglsins. Við yfírborð jarðar erum við i eins jarðgeisla ljarlægð frá miðju hennar, á tunglinu erum við í um það bil sextíu jarðgeisla ljarlægð, eða sextíu sinnum lengra burtu. Nú er jarðgeislinn tæpir 6400 km. Við yfirborð jarðar erum við í um það bil 6400 km ijarlægð frá miðju jarðar. Ef við tækj- um eins kílós lóð og flyttum það upp í 6400 km hæð hefðum við tvöfaldað íjar- lægð þess frá jarðarmiðju og þyngd þess hefði því minnkað í fjórðung þess sem áður var. En þarna verður að vega á ljaðurvog, skálavog dugar ekki því að lóðin sem þar er miðað við léttast jafnmikið og hluturinn sem vega skal; hann myndi því ávallt virð- ast jafnþungur veginn á skálavog. ■ EFNISMAGN OG þYNGD Hingað til höfúm við aðeins rætt um áhrif fjarlægðar á aðdráttaraflið. En efnismagn hlutanna skiptir einnig máli. Jörðin er langsamlegasta efnismesti hlutur í grennd við okkur og aðdráttarkraftur hennar er vel merkjanlegur - við mælum hann í hvert skipti sem við stígum á vog til að frétta hvort við höfum þyngst eða lést. Epli á borðinu fyrir framan mig togar líka í mig og er miklu nær mér en miðja jarðar. En eplið er svo lítið að því fer víðsíjarri að eg finni fyrir kraftinum frá því. Maður gæti freistast til að segja að hann sé óendanlega lítill en það er hann ekki, hann er örsmár en þó endanlegur. Og þessi aðdráttur er gagnkvæmur, frá mér sjálfum geislar einn- ig aðdráttarkrafti: eg toga í eplið með jafn stórum krafti og það togar í mig. Eg toga líka í jörðina með sama krafti og hún togar í mig. En það er eg sem fell til jarðar ef eg stekk út af palli, jörðin dettur ekki upp til mín, vegna þess hve miklu efnismeiri hún er en eg. Raunar væri réttast að segja að við drögumst og föllum hvort að öðru en sá spölur sem jörðin fer er svo smár að hann er að vísu reiknanlegur en ómælanlegur með öllu, jafnvel með nákvæmustu mæli- tækjum nútímans. Um efnismagn nota eðlisfræðingar jafn- an orðið massi sem er styttra og þjálla og auk þess náskylt orðum sem grannþjóðir okkar nota um það. Nú erum við loks komin að hinu mikla aðdráttarlögmáli Newtons: Hvar sem tvær efnisagnir eru staddar og hvenær sem er, þá dragast þær hvor að annarri með krafti sem stendur í réttu hlut- falli við massa hvorrar um sig (og þar með í réttu hlutfalli við margfeldi massanna) en í öfugu hlutfalli við annað veldi fjarlægð- arinnar á milli þeirra. Fyrri hluti lögmálsins er alveg eins og við mátti búast og fleslum mun finnast eðlilegt: Hafi maður tvö epli á borði með svolitlu bili á milli sín toga þau hvort i annað með einhverjum örsmáum krafti. Séu nú tvö epli sett í stað annars eplisins togar hvort þeirra í eplið eina með sama krafti og áður, og eplið eina togar í hvort þeirra með sama krafti og fyrr. Krafturinn hefur því tvöfaldast. Séu einnig sett tvö epli í stað eplisins eina má sjá á sama hátt að krafturinn hefur ferfaldast. Sá hluti lögmálsins sem kveður á um að krafturinn dvíni í réttu hlutfalli við ánnað veldi íjarlægðarinnar er ekki jafn eðlilegur 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.