Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 60

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 60
5. mynd. Einföld skýringarmynd af tœkinu sem breski eðlisfrœðingurinn Heniy Cavendish notaði til að mœla aðdráttarkraftinn milli tveggja hluta. nema dýpra sé skoðað. En komið hefur í ljós að rafkraftar í náttúrunni hegða sér á sama hátt, einnig birta frá ljósgjafa. ■ AÐDRÁTTARAFLIÐ MÆLT Newton auðnaðist ekki að sjá þyngdarlög- mál sitt staðfest með beinni mælingu. En um þremur aldartjórðungum eftir daga hans tókst öðrum breskum eðlisfræðingi að mæla aðdráttarkraftinn með beinni tilraun. Þetta var Henry Cavendish. Hann var afar snjall eðlisfræðingur, cnda er fræg til- raunastofa í Cambridge-háskóla við hann kennd. Hann útbjó tæki það sem hér er sýnt í grófum dráttum á 5. mynd. Tveimur litlum kúlum m og n er komið fyrir á léttri stöng er hangir í löngum hár- fínum þræði. Þessu er komið fyrir í gler- hylki til að forðast áhrif frá loftstraumum. Utan við eru tvær stórar kúlur M og N á annarri stöng. I upphafí eru allar kúlurnar ijórar á beinni línu og allt í jafnvægi. Nú er stönginni með stóru kúlunum snúið dálítið. Þá kemur í ljós að stöngin með m og n snýst lítið eitt og snýr þar með upp á þráðinn. Áður var Cavendish búinn að mæla með afar mikilli nákvæmni hve mik- inn kraft þarf til að snúa upp á þráðinn. Þama er því komin bein mæling á aðdráttarkraftinum milli hluta hér á jörðu. Þetta var talsvert tæknilcgt af- rek sökum þess hve veikur þyngdar- krafturinn er. Þegar Cavendish var búinn að mæla aðdráttarkraftinn milli tveggja kúlna sem hann þekkti þyngdina á var auðvelt að nota aðdráttarlögmál- ið til að reikna efnismagn jarðar út frá því hve fast hún togar í kílógrammlóð. 1 ljós kemur að jörðin er 6 x 1024 kg eða 6 x 1021 tonn. Þetta er stærri tala en svo að auðvelt sé að gera sér hana í hugarlund, jörðin er langsamlega efnismesti hlutur í grennd við okkur. Þegar efnismagn jarðar er fundið er auðvelt að reikna efnismagn sólar með sömu aðferð. Þá kemur í Ijós að sólin er 330.000- falt efnismeiri en jörðin! Þannig er hægt að halda áfram og reikna efnismagn tunglsins og annarra reikistjama í sól- kerfínu. Margir vísindamenn urðu til að vinna áfram úr þeim efnivið sem Newton hafði lagt þeim í hendur með aflfræði sinni. Einn hinna fremstu í þeim hópi var frakkneski stærðfræðingurinn Simon Pierre Laplace (1749-1827). Höfuðriti hans Aflfrœði himintungla (Mécanique Céleste), miklu riti í fímm bindum er kom út á árunum 1799-1825, hefur verið jafnað til rita Ptólemaiosar að því er varðar áhrif á stjömufræði og stjörnufræðinga. í þessu mikla riti reiknaði Laplace hreyfíngar reikistjamanna í sólkerfinu, en það var mikið vandaverk því að þessir hnettir eru tiltölulega nærri hver öðmm og hafa því áhrif hver á annan, þótt ekki séu þau mikil miðað við áhrif sólar. Niðurstöður Laplace voru afar nákvæmar og í góðu samræmi við athuganir og mælingar stjörnufræð- inga. Þær áttu því drjúgan þátt í að efla traust manna á kenningum Newtons. Ekki vöktu aðrir sigrar hinnar nýju afl- fræði meiri athygli cn sá að hún leiddi til þess að áður ókunn reikistjarna var upp- götvuð. Það voru tveir stjörnufræðingar, Adams í Englandi og Le Verrier í Frakk- landi, sem komust að þeirri niðurstöðu 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.