Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 61
nokkum veginn samtímis, og án þess að vita hvor af öðrum, að frávik í göngu Úranusar um sólu - en hann var þá ysta þekkta reikistjaman - hlytu að vera reiki- stjömu að kenna. Báðir notuðu lögmál Newtons til að reikna hvar á himni þessi reikistjama ætti að sjást. Stjörnustöðin í Berlín varð á undan Bretum að bregðast við þessum tiðindum og leita hinnar nýju stjömu. Hún fannst fljótlega á þeim stað er til var vísað og hlaut nafnið Neptúnus. Þetta gerðist árið 1845 og vakti að sjálf- sögðu athygli um allan heim. Á síðari hluta tuttugustu aldar hafa svo verið stigin stór framfaraspor. Menn hafa sent gervitungl og geimför langt út fyrir jörðina, stigið fæti á tunglið og sent ná- kvæm mælitæki til Ijarlægra reikistjama. Þetta eru talin ótrúleg tækniafrek - og það með réttu - en hinu má ekki gleyma að allt byggist þetta á þeim lögmálum sem New- ton setti fram fyrir rúmum þremur öldum og þjóðsagan þakkar því að hann sá epli detta niður úr tré heima í garðinum hjá sér. ■ ENN UM EFNISMAGN OG ÞYNGD Áður var þess getið að í stað orðsins efois- magn nota eðlisfræðingar að jafnaði orðið massi sem er bæði styttra og þjálla. í dag- legu tali nota menn þó oft orðið þyngd; maður segist vera 75 kg þungur, en á við að efnismagn sitt eða massi sé 75-faldur massi kílógrammlóðs. I daglegu lífí kemur þetta ekki að sök. Þó er það svo að sé þyngd einhvers hlutar, til að mynda kílógramm- lóðs, mæld með nógu mikilli nákvæmni á ýmsum stöðum á jörðunni kemur í ljós að lóðið er ekki alls staðar jafn þungt. Þyngst er það á pólunum en léttast við miðjarðar- linu. Þar veldur einkum tvenr.t: (1) jörðin er flatari við pólana og því er lóðið örlítið nær miðju jarðar þar en við miðbaug; (2) snúningur jarðar um sjálfa sig vegur upp hluta þyngdarinnar, því meir sem nær dregur miðbaug, sökum miðflóttakrafts. (Þennan miðflóttakraflt er auðvelt að verða var við með því að binda steinvölu í band og sveifla henni síðan í hring; því hraðar 6. mynd. Halastjörnur voru fyrr á öldum taldar boðberar válegra tíðinda. Nú vita menn að þetta eru gríðarstórir hnull- ungar, oft að mestu leyti úr ís og hreyfast margar eftir sporbaugum, oft mjög teygð- um. Halinn, sem þœr draga nafn sitt af, er loftkenndur og snýr jafnan frá sólu. Myndin sem sýnir halastjörnu Halleys var tekin í Mexíkó 23. mars 1986. Ljósm. D.L. Mammana. sem valan fer því fastar togar hún í bandið.) Hins vegar er efnismagn lóðsins vitaskuld hið sama á miðbaug og pól. Nú á dögum kannast flestir við þyngdar- leysi og hafa séð myndir af geimförum svífandi í lausu lofti inni í geimfarinu eða utan þess. Geimfarinn er þá kominn á braut umhverfís jörðu og miðflóttakrafturinn vegur þyngdarkraftinn upp. Á svipaðan hátt mætti segja að maður sem lætur sig fljóta í vatni sé í þyngdarleysi: þrýstingur vatnsins á hann vegur þyngdarkraftinn upp. Hins vegar hafa menn ekki fundið neitt ráð til að uppheija þyngdarkraftinn á einhvem ákveðinn hlut, til að mynda mann - gera hann þyngdarlausan hvar sem hann er 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.