Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 66
sólina sortna og hverfa - átta mínútum eftir að hún hætti að vera til - ljósið er rúmar átta mínútur á leiðinni frá sól til jarðar. ■ ÖLDUHREYFING EÐA STRAUMUR AGNA Lögmál Newtons í aflfræði voru ekki eina framlag hans til náttúruvísinda. Hann fékkst talsvert við ljósfræði og gerði þar merkilegar uppgötvanir. Hann greindi ljós í frumliti sína með því að senda ljósgeisla gegnum þrístrending úr gleri og skýrði liti regnbogans með því hvemig ljósið brotnar í regndropunum (árið 1666). Hann smíðaði einnig spegilsjónauka og gaf Konunglega vísindafélaginu breska. Sá sjónauki mun enn vera til og einn af mestu dýrgripum félagsins. Þama mddi Newton nýja braut, spegilsjónaukar hafa þann kost fram yfir linsusjónauka að í þeim gætir ekki lita- skekkju, enda eru stærstu sjónaukar heims nú á tímum allir spegilsjónaukar. Newton gerði sér þá hugmynd um eðli ljóss (um 1687) að það væri örsmáar agnir er streymdu út frá ljósgjafanum - með gífurlegum hraða, eins og sjá má í hvert skipti sem ljós er kveikt eða slökkt. Með þessari hugmynd var auðvelt að skýra marga helstu eiginleika ljóss, svo sem endurkast ljóss frá speglum og ljósbrot í gleri. Ljósagnirnar endurvarpast frá yfir- borði spegilsins eins og boltar frá vegg. Þær fara hægar í glerinu en I lofti og því verður brotið eðlilegt. Newton fannst eðli- legt að Ijósagnirnar hefðu massa, en þá myndi þyngdaraflið hafa áhrif á þær. Ef ljósgeisli færi framhjá þungum hlut ætti hann að sveigja af leið. En Newton var ljóst að sú sveigja væri svo örsmá að hún yrði ekki mæld með þeim tækjum sem menn áttu þá yfír að ráða. Önnur kenning um eðli ljóss kom fram um svipað leyti (1678), sú skoðun að ljósið sé ölduhreyfíng. Höfundur hennar var hol- lenskur eðlisfræðingur, Christian Huyg- ens, merkur vísindamaður sem hafði meðal annars fundið upp á því snjallræði að nota pendúl sem gangráð í klukkum, einnig hafði hann gert merkar athuganir í stjörnu- fræði. Öldukenning Huygens gat skýrt flest atriði í hegðun ljóss jafn vel og agna- kenning Newtons: endurkast þess og brot, einnig litina: mismunandi litir ljóss svör- uðu til mismunandi öldulengda í bylgj- unum. Að vísu áttu menn dálítið bágt með að kyngja því að ljósið skyldi berast eftir beinum línum en beygja ekki fyrir hom eins og öldur á vatni. Einnig var það nokkur ráðgáta hvernig ljósið kæmist um tómarúmið milli stjama, þær ölduhreyf- ingar er menn þekktu hér á jörðu og báru ljósið saman við voru ávallt í einhverju efni. En úr þeim vanda var bætt með því að skálda upp sérstakt efni, eterinn eða ljós- vakann, sem hafði það eina hlutverk að bera ljósöldumar. En ef til vill urðu þessi atriði til þess að kenning Newtons hlaut meiri byr framan af. Rúmri öld síðar, árið 1801, gerði enskur eðlisfræðingur, Thomas Young, tilraun sem virtist kippa fótunum undan agnakenning- unni: Hann beindi grönnum ljósgeisla gegnum tvær örmjóar raufar á skermi. Þegar þetta ljós féll á annan skerm að baki raufaskermsins mátti búast við að geisl- amir styrktu hvor annan og ljósbletturinn yrði bjartari. En það gerðist ekki, í staðinn komu margar myndir af raufunum, bjartar og dimmar á víxl. Þetta gat kenning New- tons ekki skýrt. En öldukenningin kunni góð skil á því. Jafn ótrúlegt og það var að Ijósagnimar tækju upp á því að éta hver aðra, jafn auðskilið var að öldur geta þetta ef topp á annarri ber í dal á hinni. Þarna sýndist öldukenningin hafa unnið fullnað- arsigur en hann entist henni ekki nema fram yfír aldamótin 1900, þegar skammta- kenningin (kvantafræðin) leiddi í ljós nýjar hliðar á málinu. ■ SKAMMTAKENNINGIN Það er þýski eðlisfræðingurinn Max Planck sem kalla má föður skammta- fræðinnar. Um síðustu aldamót voru eðlis- fræðingar komnir í vanda sem virtist óleysanlegur: að skýra algeislun - geislun frá alsvörtum hlut, hugsuðum hlut sem drekkur í sig alla þá geislun sem á hann 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.