Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 67
fellur (og er því ósýnilegur!). Planck komst að raun um að unnt var að sigrast á þessum vanda með því að hugsa sér orkuna ekki sem samfellda stærð, heldur kæmi hún fyrir í smáeindum. Þessar eindir eru kallaðar kvantar á erlendum málum en ís- lenskir eðlisfræðingar kalla þær skammta. Ekki eru orkuskammtar ljóss allir jafn- stórir, minnstir eru þeir í rauðu ljósi en fara vaxandi í átt að bláu. Stærð orkuskammts stendur í öfugu hlutfalli við öldulengd ljóssins og því í réttu hlutfalli við tíðni þess. Sjálfur var Planck dálítið hikandi við þessa nýstárlegu kenningu er gekk þvert á fyrri hugmyndir en aðrir eðlisfræðingar voru djarfari við að draga ályktanir af þessu nýja viðhorfí. Þar má fremstan nefna Einstein er hlaut Nóbelsverðlaun í eðlis- fræði árið 1921 - ekki fyrir afstæðiskenn- inguna, eins og flestum dytti fyrst í hug, heldur fyrir skýringu sína á ljósröfun, þar sem hann beitti skammtafræði. Ljósröfun er það fýrirbæri kallað að málmar senda rafeindir frá yfirborði sínu þegar ljós með nógu hárri tíðni fellur á þá. Samkvæmt hinum nýju viðhorfum var ljósið ekki lengur annaðhvort agnir eða ölduhreyfíng heldur hvorttveggja, rétt eins og viðskipta- jöfur getur verið mesta hörkutól við keppi- nauta sína en Ijúfur faðir innan veggja heimilisins. A öllum hlutum í heimi hér eru tvær hliðar sem kalla mætti agnahlið og ölduhlið. Hlutir sem að jafnaði eru taldir efnisagnir geta við ákveðin skilyrði hegðað sér eins og öldur, og öfugt geta fyrirbæri sem að jafnaði eru talin öldukyns sýnt á sér efnishlið þegar svo ber undir. Og þetta á meðal annars við um ljósið. ■ ALMENNA AFSTÆÐISKENNINGIN Almenna afstæðiskenningin felur í sér nýtt viðhorf til þyngdaraflsins. I stað þess að segja, eins og áður var sagt, að þungir hlutir hafí kraftsvið umhverfís sig segir Einstein að þungir hlutir sveigi íjórvítt tímarúmið umhverfis sig. Afstæðiskenn- ingin er fólgin í sviðsjöfnum sem Einstein 11. mynd. Albert Einstein (1879-1955) bylti hugmyndum manna um rúm og tíma. setti fram. Samkvæmt þessum jöfnum valda þungir hlutir sveigju í tímarúmi. Ljósið, sem jafnan velur þann veg sem skemmstan tíma tekur, fylgir sveigju rúms- ins. Þannig hefur þyngdaraflið einnig áhrif á ljósið, eins og Newton var búinn að gera sér í hugarlund um það bil hálfri þriðju öld fyrr. Eins og nærri má geta var Einstein mikið í mun að fá úr því skorið með mælingum hvort kenning sín væri rétt. En það var engan veginn auðvelt. Sólin er langstærsti hlutur sem er sæmilega nærri jörðu, hún er nógu þung til þess að geta sveigt Ijósgeisla sem fer nærri henni nógu mikið til þess að hægt sé að mæla sveigjuna. Gallinn er sá að sólin er allt of björt til þess að slíkt verði mælt við venjulegar aðstæður. Eini mögu- leikinn til mælinga er við sólmyrkva - þegar tunglið fer yfír sólu og felur hana bak við sig - en sólmyrkvar eru ekki algengt fyrirbæri og sjást þar að auki ekki nema frá takmörkuðu svæði á jörðunni í hvert sinn. En í sólmyrkva væri hægt að mæla ljós frá stjörnu sem ber nokkum veginn í rönd sólskífunnar og sjá hvort geislinn hefur bognað. Árið 1919 varð sólmyrkvi sem var sýnilegur við sunnan- vert Atlantshaf. Breskir vísindamenn sendu þá tvo leiðangra til mælinga, annan 61

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.