Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 69

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 69
Menn velktust lengi í vafa um hvað héldi atómkjörnunum saman. Ekki dugði þyngd- arkrafturinn til þess, fráhrinding rafkraft- anna milli róteinda er svo miklu öflugri. En þá fundu menn kjarnakraftana, þann sterka og hinn veika. Báðir hafa þann eiginleika að vinna aðeins „í návígi“ - á örskömmum vegalengdum, 10 15 m eða minna, og báðir eru öflugir miðað við þyngdarkraftinn, sterki krafturinn þó margfalt (um 1013 sinnum) öflugri en hinn veiki. Það er sterki kjarnakrafturinn sem heldur kvörkunum saman í róteindum og nifteindum og þeim aftur saman í atóm- kjömunum. Hins vegar er veiki kjama- krafturinn að verki við hæga geislavirka sundrun öreinda eins og nifteindarinnar. Þriðji frumkrafturinn er rafsegulkraftur- inn sem meðal annars er að verki milli rafhlaðinna agna, fær þær tif að dragast saman séu þær hlaðnar ósamkynja raf- magni en hrinda hvor annarri frá sér séu þær hlaðnar samkynja rafmagni. Fjórði og síðasti frumkrafturinn er svo þyngdarkrafturinn, sem hér hefur verið fjallað um, og er langveikastur þessara krafta. Styrkleikamunurinn er ótrúlegur. Sem dæmi má nefna að rafsegulkrafturinn milli róteindar og rafeindar í vetnisatómi er eitthvað í átt við I039-falt öflugri en þyngdarkrafturinn milli þeirra. Að svo miklu leyti sem unnt er að bera þessa krafta saman er sterki kjarnakraftur- inn langsamlega öflugastur. Þá kemur raf- segulkrafturinn, því næst veiki kjarnakraft- urinn en þyngdarkrafturinn rekur lestina. Kjarnakraftarnir ráða ríkjum í hinum smágerva heimi öreindanna, heimi sem er svo fíngerður að hann er algerlega ósýni- Iegur okkur. Við verðum þeirra því aldrei vör þótt öflugir séu. Rafsegulkrafturinn hefur aðeins áhrif á þá hluti sem hlaðnir eru rafmagni. Nú er að vísu feiknmikið til af rafmagni í heiminum en það er af tvennum toga og því þurrkast áhrif raf- segulkraftsins — aðdráttur og ffáhrinding - að miklu leyti út. Eftir stendur þyngdaraflið. Það er að vísu veikast náttúruaflanna fjögurra, langsam- lega veikast, en það orkar á alla hluti sem hafa massa og ávallt sem aðdráttarkraftur. Áhrif þess leggjast því öll á eitt og í því liggur skýringin á afdrifaríkum þætti þess í mótun alheims. Vísindamenn gera að jafnaði ráð fyrir að náttúruöflin breytist ekki með tímanum, enda bendir ekkert til þess á því skeiði sem rannsóknir hafa verið stundaðar, en það er að vísu örstutt miðað við aldur alheims. Erfitt er fyrir okkur að gera okkur í hugar- lund hvað myndi gerast ef kjarnakraftarnir dvínuðu hægt og hægt, þeir eru að verki í veröld sem er okkur hvorki sýnileg né á- þreifanleg. En þó er hægt að sjá ýmis áhrif fýrir. Algeng efni umhverfis okkur yrðu geislavirk þegar slaknar á böndunum sem halda kjörnunum saman. Sólin og aðrar fastastjömur myndu dofna smám saman vegna þess að kjamasamruni í iðrum þeirra dvínar og hættir að lokum. Mun auðveldara er að sjá fyrir sér það sem myndi gerast ef þyngdaraflið hjaðnaði smám saman. Jörðin myndi fyrst missa andrúmsloftið sem er léttast. Þegar loft- þrýstingurinn minnkar gufar meira upp úr höfunum og ósýnileg vatnsgufan hverfur út í buskann eins og andrúmsloftið, heims- höfin þoma smám saman upp. Svo kæmi röðin að okkur eins og öðrum dýrum, fyrst við miðbaug sakir miðflóttaaflsins. Við myndum léttast meir og meir, það yrði erfiðara að halda sér við jörðina og að lokum myndi líkami manns losna frá jörð og fara á flakk úti í geimnum. Jörðin sjálf myndi fjarlægjast sólu meir og meir eftir því sem aðdráttarkrafturinn minnkaði og smám saman færi hún að gliðna sundur. Svipað væri um sólina sjálfa að segja, hún myndi smátt og smátt breytast í víðáttu- mikið grisjótt ský og að lokum hverfa alveg. Þetta er ekki glæsileg framtíðar- mynd en hún sýnir hve heimsmynd okkar er háð þyngdaraflinu þótt veikt sé og láti ekki mikið yfír sér. Þegar við stígum á vog erum við ekki aðeins að mæla efnismagn okkar heldur erum við líka að ganga úr skugga um það að þyngdaraflið hafi ekki breyst að ráði síðan í gær eða í síðasta mánuði. Okkur dettur satt að segja ekki í hug að það hafi breyst, hvað þá að það sé breytilegt frá stað til staðar. 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.