Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 71

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 71
Jan Purkinje MIÐEVRÓPSKUR FJÖLFRÆÐINGUR ÖRNÓLFUR THORLACIUS ílvað er sameiginlegt frumum í hnykli heilans (litlaheila), sérhæfðum vöðva- þráðum er flytja boð innan hjartans, kjarna óþroskaðs eggs í eggjastokki konu og breytingum á nœmi augans á liti þegar birtan dofnar? Öll eru þessi fyrirbœri kennd við sama mann, Purkinje. Og þá liggur nœst við að spyrja hver sá fjölfrœðingur hafi verið sem léði þeim öllum nafn. an Evangelista Purkinje fæddist í Libochovice í Bæheimi árið 1787 og lést í Prag 1869 á áttugasta og öðru aldursári. Purkinje (eða Purkyné að tékkneskum rithætti) lauk læknisprófí frá Háskólanum í Prag árið 1819 og vann síðan um skeið við rannsóknir þar. Hann átti verulegan þátt í að opna augu lífeðlisfræðinga fyrir eðli sjónar. Meðal annars veitti hann því athygli að ekki eru sömu litir skærir í birtu og rökkri. Meðan bjart er og menn greina liti virðast gulir og grænir hlutir ljósari en bláir og rauðir. Þegar dimmir svo mikið að litir verða ekki greind- ir virðast bláir fletir til muna ljósgrárri en til dæmis gulir. Þetta vitum við nú að rekja má til þess að í augunum eru tvær gerðir af ljósnæmum skynfrumum, keilur, sem greina liti, og staf- ir, sem greina heiminn í svarthvítu en eru miklu ljósnæmari en keilurnar og nýtast því í dimmu. Ljósnæmi stafanna er mest á blátt en keilumar nema best ljósgrænt og gult. Þessi hliðrun á ljósnæmi milli birtu og rökkurs er kennd við uppgötvarann og kölluð purkinjevik eða purkinjeverkun. UVINUR GOETHES Þýska skáldið og náttúruheimspekingurinn Johann Wolfgang von Goethe (1749-1832) hreifst af rannsóknum Purkinjes á sjóninni.' Hann varð vinur þessa bæheimska fræði- manns og átti að margra mati verulegan þátt í því að Purkinje varð prófessor í lífeðlis- fræði og meinafræði við Háskólann í Breslau í Prússlandi (nú Wroclaw í Pól- landi) árið 1823. Læknadeildin í Breslau tók Purkinje af litlum fögnuði. Honum var meðal annars fundið það til foráttu að hann talaði bjagaða þýsku með tékkneskum hreim. Einn af sam- starfsmönnum Purkinjes, prófessor í líffæra- fræði sem Otto hét, ráðlagði honum að halda fyrirlestra sína frekar á latínu, þá væri von til þess að stúdentarnir skildu þá. Reyndar virðist Purkinje hafa verið margt betur gefið en að boða kenningar vísinda sinna, ef til vill að einhverju leyti vegna tungumálaörðugleika. Nemendur hans gengu út þegar hann hélt því fram að til þessa hefðu fyrirlestrar í lífeðlisfræði eink- um gengið út á það að „endurtaka kenningar 1 Goethe hafði sem náttúruheimspekingur sér- stakan áhuga á eðli lita og þar með litaskynj- unar. Hann skrifaði litafræði (Farbenlehre), þar sem hann reyndi, með takmörkuðum árangri að mati síðari tíma vísindamanna, að hrekja skýr- ingar Newtons á eðli ljóss og lita. Náttúrufræðingurinn 64 (1), bls. 65-66, 1994. 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.