Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 72
1. mynd. Tékkn-
eski læknirinn
Jan Evangelista
Purkinje (En-
cyclopædia Brit-
annica - Tékkn-
eska fréttastofan,
CTK).
gömlu meistaranna rétt einu sinni“. í
framhaldi af þessu var safnað undirskriftum
á skjal þar sem krafíst var afsagnar
Purkinjes.
DAUFHEYRÐUR Á ÞÝSKU
Purkinje lét sér þetta sem vind um eyru
þjóta, enda sagður „daufheyrður á þýsku“.
Hann stofnaði í Breslau fyrstu sjálfstæðu
rannsóknastofuna í lífeðlisfræði. Stofnunin
fékk raunar ekki um sinn inni í háskólanum.
Otto prófessor, sem fyrr er nefndur, lagðist
gegn því, meðal annars vegna þeirrar fýlu
sem frá henni hlyti að leggja. Purkinje setti
því fyrstu lífeðlisfræðirannsóknastofu
Evrópu upp heima hjá sér.
Tengdafaðir Purkinjes, Carl Asmund
Rudolphi, var prófessor í lífeðlisfræði og
líffærafræði við Berlínarháskóla. Hann var
brautryðjandi í snikjudýrafræði og stórjók
þekkingu manna á innyflaormum. Því
miður varð honum sú skyssa á að telja
ormana afleiðingu en ekki orsök sjúk-
leikans.
2. mynd. Það var
Purkinje sem vakti
fyrstur manna at-
hygli á að hœgt væri
að þekkja menn á
fingraförum. Mynd
frá Tœknideild
Rannsóknalögreglu
ríkisins.
■ HELSTU UITUÖTVANIR
PURKINJES
Purkinje er talinn hafa fyrstur manna tekið
upp verklega kennslu í raunvísindum við
þýskan háskóla. Hann gerbylti allri tækni
við gerð smásjársýna. Til dæmis tók hann
fyrstur í notkun smáskerann (míkrótóminn).
Það er eins konar nákvæmnisútgáfa af
áleggsskurðarvél, sem sneiðir sýni til
smásjárskoðunar í afar þunnar og jafnt
skomar sneiðar (nokkra mikrómetra2).
Hann notaði líka fyrstur ísedik og kalíum-
tvíkrómat til að verka sýni til smásjár-
skoðunar. Þegar varðveita á verkuð og lituð
smásjársýni eru þunnsneiðarnar límdar á
milli þar til gerðra glerja, burðarglers og
þekjuglers. Algengasta límið hefur til
skamms tíma og jafnvel fram á þennan dag
verið kanadabalsam, kvoða úr norðuramer-
isku barrtré, balsamþini, Abies balsamea.
Einnig í þessu efni mddi Purkinje brautina;
enginn límdi smásjársýni með kanada-
balsami á undan honum. Loks er hann
talinn hafa fyrstur manna tekið ljósmyndir
gegnum smásjá.
Þekktastur er Purkinje trúlega fyrir lýs-
ingu sína á stórum, greinóttum taugafrum-
um í hnykli heilans (litlaheila), purkinje-
frumum (1837), og boðflutningskerfí í
vöðvavef innan hjartans, purkinjetrefjum
(1839). Kjama óþroskaðra eggfrumna í
eggjastokkum konu uppgötvaði Purkinje
1825. Hann lýsti árið 1829 áhrifum kam-
fóru, ópíums, belladonna og terpentínu á
menn. Árið 1833 uppgötvaði hann svita-
kirtlana og veitti 1836 athygli prótínsundr-
andi eiginleikum brissafa. Hann kemur
einnig við sögu réttarlæknisfræði því árið
1825 benti hann á það að hægt væri að
þekkja menn á fíngraforum.
Árið 1850 varð Jan Purkinje prófessor i
lífeðlisfræði við Háskólann í Prag og
gegndi því embætti til dauðadags.
2 Einn míkrómetri, pm, er þúsundasti hluti úr
millímetra.
66