Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 75

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 75
2. mynd. Stöðvar þar sem magasýnum grálúðu var safnað og skipting rannsóknasvœðisins ífimm svœði. — Locations of hauls where stomach samples were taken and the division of the study area into 5 subareas. Fjöldi einstaklinga í hverjum fæðuhópi var talinn. Til að koma í veg fyrir ofmat mikið meltra fæðudýra voru ákveðnir líkams- hlutar sem tilheyrðu viðkomandi fæðuhópi taldir. Votvigt fæðuhópa í hverju sýni var mæld eftir að fæðan hafði verið lögð á pappírsþurrku til að íjarlægja umfram- vökva. Einstaklingar þeirra tegunda sem algengastat oru i mögum voru lengdar- mældir þegar því varð við komið. ■ niðurstöður Samsetning fæðunnar Loðna var mikilvægasta fæða grálúðu miðað við þyngd fæðuhópa. Þar á eftir komu mjórar, ísrækja og stóri kampalampi (rækja). Þyngd þessara fæðuhópa var samtals um 67% af heildarþyngd fæð- unnar. Isrækja var hinsvegar algengasta fæðutegundin, næst komu loðna, stóri kampalampi og ljósátutegundin náttlampi (Meganyctiphanes norvegica). Samtals var fjöldi þessara tegunda 81,1% af heildar- fjölda einstaklinga í mögum. Meðal ann- arra fæðuhópa sem fundust í mögum grá- lúðu voru ýmsar tegundir fiska, rækju, ljósátu, marflóa, agna og smokkfiska. Skrápdýr, samlokur, sniglar, burstaonnar og fleiri botnlæg dýr fundust aðeins stöku sinnum. Fæðusamsetningin virðist vera breytileg eftir svæðum en hafa skal í huga að sýnurn frá mismunandi svæðum var ekki alltaf safnað á sama tima árs. Hlutfall loðnu var mest á NV- og NA-svæði en loðna var talsverður hluti fæðunnar á öllum svæðum (3. mynd). Hlutfall mjóra var svipað á N-, NA- og A-svæði en mjórar fundust ekki í grálúðu á V-svæði. Fiskar (aðrir en loðna og mjórar) voru í langmestu magni á V- svæði en einnig í talsverðu magni á A- svæði. Af fisktegundum sem fundust í grá- lúðumögum á V-svæði má nefna grálúðu, djúpkarfa og stóra gulllax (Argentina silus) 69

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.