Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 78

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 78
5. mynd. Meðalmagn fæðu (súlur) og hlutfall maga með fœðu (lína) eftir árstíma og svæðum hjá 50-59 cm grálúðu. Fjöldi maga er sýndur ofan við súlurnar. - Average food content (bars) and the ratio of stomachs containingfood (line) by areas and time ofyear in Greenland halibut 50-59 cm. The number of stomachs is given above the bars. hennar norðan íslands. ísrækja virðist hins vegar ekki vera mikilvæg fæðutegund fyrir grálúðu á öðrum hafsvæðum og kemur reyndar ekki fyrir í þeim erlendu rann- sóknum sem vitnað er í hér. Grálúða er oft í töluverðu magni sem aukaafli á rækjuveiðum á djúpslóð. Ut- breiðslusvæði grálúðu og stóra kampa- lampa skarast mjög víða og á þeim slóðum virðist grálúða éta töluvert af stóra kampa- lampa. Sem dæmi má nefna hafsvæðin út af Labrador, Nýfúndnalandi og V-Græn- landi (Smidt 1969, Chumakov og Podrazh- anskaya 1986, Pedersen og Riget 1991, Bowering og Lilly 1992), norðan og austan íslands (Unnur Skúladóttir og Sigurður Þ. Jónsson 1991) og í V-Barentshafí (Haug og Gulliksen 1982, Shvagzhdis 1990). Þetta kemur einnig fram hér því stóri kampa- lampi var ein af algengustu fæðutegund- unum. Grálúða át mun meira af ísrækju en stóra kampalampa á þeim slóðum þar sem báðar tegundimar finnast, jafnvel þó allt bendi til að mun meira hafi verið af stóra kampa- lampa en ísrækju við botn (Jón Sól- mundsson 1993). í köldum sjó norðurhafa er ísrækja miðsjávartegund en sunnar, þar sem sjór er hlýrri, heldur hún sig frekar nærri botni (Marshall 1954). Isrækja var t.d. ein af algengari fæðutegundum laxa sem veiddust á flotlínu djúpt norðaustur af lslandi, ásamt ýmsum miðsjávardýram eins og laxsíldum (Myctophidae), kol- munna og ljósátu (Gísli Olafsson 1987). Hátt hlutfall ísrækju í grálúðumögum er því vísbending um að grálúða yfírgefi botninn og fari jafnvel töluvert upp í sjó við fæðuleit. Hátt hlutfall stórra fiska í mögum grá- lúðu frá V-svæði má sennilega rekja til þess að flestar grálúður veiddar þar vora lengri en 50 cm. Upplýsingar um tegunda- samsetningu og hlutfallslegt magn tegunda sem aðgengilegar vora sem fæða fyrir grá- lúðu á þessum slóðum era ekki fyrir hendi. Því er erfitt að fullyrða hvort samsetningu fæðunnar megi rekja til þess fæðuframboðs 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.