Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 84

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 84
Horft til Heklu frá Tindfjöllum laugardaginn 3. apríl 1983. Svartir gjóskustrókar standa 50-100 m upp úr háhrygg Heklu. Lengst til vinstri sést Axlargígur en í forgrunni eru Vatnafjöll. Ljósm. Lárus Rúnar Astvaldsson. sínu fegursta var haft á orði að gaman væri ef hún gysi nú sú gamla. I sama mund hófst eldgos í Heklu, gjóskustrókar eftir veruleg- um hluta af hátjallinu sáust greinilega alla leið frá Tindíjöllum, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Eldur sást ekki og gosið stóð ekki lengi. j dagbók neðsta skálans í Tindijöllum segir svo um þennan atburð: „Með aðeins einn lítra af heitri súpu og nokkrar brauðsneiðar héldum við af stað. Fyrst gengum við á Stóra-Bláfell, og sáum þar yfír allt Suður- og Vesturland, og okkur til mikillar ánægju sáum við Heklu skvetta aðeins úr sér smágjósku upp í loftið (höfum nokkrar myndir til sönnunar).“ Síðar um veturinn var gjósku þessa eld- goss lcitað í Heklu. Vissulega fundust þar lög af gjósku eða sandi í snjónum en ekki þannig að með fullri vissu mætti tengja við gosið frá 3. apríl. 78

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.