Samvinnan - 01.12.1949, Síða 8

Samvinnan - 01.12.1949, Síða 8
Freyr og Gullinbursti. Teikning eftir Jacques Reich. hann eru og mörg kvæði. Þessi dándis- hjón áttu sér ýms afkvæmi. Meðal þeirra voru jólasveinarnir, sem voru þrettán að tölu, og fóru þeir að tínast heim að bæjum, einn og einn fvrir jólin, og voru þeir engin lönib að leika sér við, þó að hálfgerður mein- leysissvipur færðist yfir þá með tíman- Dm. Stundum eru þeir taldir níu, eins og í þessari vísu: Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum. í fyrra kvöld þá eg fór að hátta þeir fundu hann Jón á Völtunum. Andrés stóð þar utan gátta, þeir ætluðu að færa hann tröllunum. En hann beiddist af þeim sátta, óhýrustu körlunum, og þá var hringt öllum jólabjöllunum. Er þetta auðsjáanlega barnagrýla, og hafa þeir Jón og Andrés verið ein- hverjir óþekktarkrakkar, sem um var ort. Eftir að kristni var lögtekin varð það að venju, að flestir fullorðnir menn færu til tíða á jólanótt, og urðu stundum aðeins börn og unglingar eftir til að gæta bæjar. Komu þá stundum óvættir á gluggann, en fóru ekki inn, ef allt var uppljómað af kertaljósum og krossmark sett á hurðu. Um það er sagan, er börn léku sér með kerti á gólfi og höfðu fengið fagurrauða sokka í jólagjöf, sem þau voru hrifin af sögðu hvert við annað: „Sko, minn fót, sko, minn fót, sko, minn rauða fót“. Var þá sagt með ógurlegri rödd á glugganum: „Sko, minn fót, sko, minn fót, sko, minn gráa dingulfót". Þá mælti einn sakleysinginn: „Ert þú Jesús Kristur, sem fæddist í nótt?“ Við það hvarf óvætturin, því að hvar- vetna þokaði þessi kynslóð myrkursins fyrir helgidómum kristninnar. En það var fleira en jötnar og ill- vættir, sem voru á ferð um jól. Það var einnig huldufólkið, álfarnir, sem að vísu voru einnig kristnir, sunrir hverjir, en viðsjálir, ef þeim var á móti gert og gátu þá orðið heiftræknir og illúðugir. Betra var því að eiga sér þá að vinum, enda gerðust þeir holl- vættir þeim, er þeir bundu tryggð við. Til þessarar þjóðtrúar bendir sú venja, að bjóða álfunum beinlínis heim. Þegar allt Iiafði verið sópað og prýtt og ljós tendruð, gekk húsfreyj- an umhverfis bæinn og mælti: „Komi þeir, sem korna vilja, og fari þeir, sem fara vilja, en mér og mínum að meina- lausu.“ Stundum voru veizluföng á borð borin, áður en lagt væri af stað til tíðanna, og áttu þau að vera horfin, er heim var komið, en gjafir lágu eftir. Eru ýmsar sagnir um, að þeir, sem gættu bæjar, yrðu margs vísari, ef þeir földu sig milli þils og veggjar. Komu álfarnir brátt með söng og mikilli gleði og stigu dans til morguns með hvers konar fagnaði. ÍÞESSUM átrúnaði speglast gaml- ar minningar um jólagleðirnar, sem mjög voru tíðkaðar í kaþólskum sið. Var það fyrst með rétttrúnaðaröld- inni, sem farið var að leggja áherzlu á, að ekki mætti skemmta sér á jólum, vegna hátíðarhelginnar. En áður fyrr voru jólin hin mesta gleðihátíð, er menn vöktu alla jólanóttina við dans og söng. Fóru þessar samkomur venju- lega fram á kirkjustöðum, og var ástæðan m. a. sú, að venja var að halda aftansöng á aðfangadagskvöld, en síð- an var önnur messa um dagrenning, morguninn eftir. Þótti þá eigi taka því, þegar veður voru misjöfn og stundum langt að sækja til kirkjunn- ar, að fara heim á milli tíða, heldur (Framhald d bls. 57) 8

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.