Samvinnan - 01.12.1949, Page 9

Samvinnan - 01.12.1949, Page 9
ÞJOÐMIN JASAFNIÐ Hugleiðing'ar um forfíð þess og framfíð Eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð SAFN NEFNUM vér á íslenzku stofnun þá, sem á máli flestra þjóða heitir museum, en það merkir í rauninni menntasetur, bústað menntagyðjanna sjálfra. Museum er viðhafnarlegt og virðulegt nafn og skarar að því leyti langt fram úr hinu hversdagslega íslenzka orði safn, sem aftur hefur það til brunns að bera, að það er alþýðlegt og skýtur ekki óbreyttum manni skelk í bringu með yfirlæti. Er því sízt ástæða til að amast við því, því að söfn eiga að vera handa alþýðu manna, en ekki felustaðir handa grúskurum einum og fagurker- um. Söfnunarfýsn er mannleg ástríða, sem víst er jafngömul manninum sjálfum og ekki ógöfugri en ýmislegt annað í fari hans. Öllu geta menn fundið upp á að safna, en flestir safn- arar leggja fyrir sig einhverja ákveðna grein, sem hugur þeirra valkókar í kringum sýnkt og heilagt, en til eru einnig menn, sem safna öllu, sem þeir geta fyrir sig komið, og eru alltaf og alls staðar á hnotskóg eftir hlutum í safn sitt, fórna til þess of fjár og kæra sig kollótta um sérvitringsnafn- ið, sem við þá festist. Einir með safni sínu eru þeir sælir, þar er sál þeirra heima hjá sér. Fyrir tilverknað þess- ara manna hafa verið dregin saman stór einkasöfn víða um lönd, og sum þeirra hafa seinna runnið til opin- berra safna eða beinlínis orðið vísir þeirra. Annars eðlis og meir af hégómleg- um rótum er sú söfnunarnáttúra, sem snemma á öldum birtist í viðleitni konunga og aðalsmanna að viða að sér sjaldgæfum og skrýtnum hlutum, rarítetum og kúríósítetum, einstökum kynjahlutum úr fjarlægum löndum og sérvizkusmíðum innlendra manna, ennfremur undradýrum og vanskapn- ingum. í þessum fáránlegu söfnum hefur þó óneitanlega geymzt margur merkur hlutur, og þau eru mikils verður þáttur í sögu safnanna, því að þau hafa víða orðið vísir hinna stóru 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.