Samvinnan - 01.12.1949, Side 10
opinberu safna nútímans. í öllum
menningarlöndum veraldar eru söfn
á vorum dögum fyrirferðarmiklar
menningarstofnanir og færa sífellt út
kvíarnar. Verkaskiptingin verður æ
meiri. Hin gömlu konungsgersema-
nöfn báru í sér vísi allra þeirra safna,
sem nú skipta með sér verkum og
rækta hvert sína sérgrein. Hlutverk
þeirra er ekki að fá áhorfandann til að
gapa af undrun, heldur fræðast og um
fram allt skilja og menntast.
Vér íslendingar höfuð orðið allra
þjóða síðastir til að stofna söfn og
koma á þau viðunandi lagi. Ástæður
þessa eru augljósar og auðskildar. Það
stafar af almennu ófremdarástandi
þjóðarinnar og einkum þeirri ánauð,’
er vér bjuggum við sem hjálenda er-
lendrar þjóðar, er svipti oss veraldleg-
um og menningarlegum verðmætum.
Listgripir vorir frá fyrri öldum hafa
eflaust snemma tekið að síast út úr
landinu með útlendingum, og margir
þeirra munu hafa hafnað í stórum er-
lendum söfnuð eða farizt í eigu ein-
staklinga. Allir vita, hversu danskir
valdhafar rúðu kirkjur landsins dýr-
gripum sínum á siðskiptaöld, og þá er
hitt ekki síður alkunna, hversu fór
um handrit vor, að þau komust flest-
öll í eigu erlendra manna og eru enn
í safnhillum erlendis, fáum að gagni.
En fleira var „ginnt um haf“ en hand-
rit vor, þó að sjaldnar sé um talað.
Þegar landið var gersópað að handrit-
um, kom röðin að forngripunum.
í byrjun 19. aldar og jafnvel fyrr
vaknaði víða um lönd ríkur áhugi á
safna ýmsum minjagripum fortíðar-
innar öðrum en fornum bókum, söfn
voru sett á laggirnar og fornminja-
fræði og fornleifafræði ruddu sér
braut sem sjálfstæðar fræðigreinar og
eignuðust gáfaða og ötula forgöngu-
menn. Hreyfing þessi varð mjög vold-
ug í Danmörku, og beindist áhugi
danskra fræðimanna ekki síður að ís-
landi en öðrum löndum Danakon-
ungs. Árið 1817 sendi danska fom-
leifanefndin spurningar til allra ís-
lenzkra presta um fornminjar og forn-
gi'ipi í sóknum þeirra. í skýrslum
prestanna, sem em geymdar í danska
þjóðminjasafninu, eru saman komnar
margar og merkar heimildir um forn-
ar minjar, sögustaði, álögubletti o. fl.,
en þar eru líka frásagnir af fjölmörg-
um íslenzkum þjóðminjagripum,
einkum kirkjugripum, enda var ein
spurningin beinlínis um þetta efni.
Meðal annars á grundvelli þessara
skýrslna hófst síðan mikill útflutning-
ur íslenzkra merkisgripa til safnsins í
Kaupmannahöfn, og eru til um þetta
góðar heimildir. Meðal þeirra gripa,
er um þetta leyti fóru utan, voru t. d.
stóll Þórunnar Jónsdóttur á Grund og
Valþjófsstaðahurðin, sem Danir hafa
þó síðan afhent oss sem gjöf.
EFTIR ÞVÍ sem á leið 19. öld, færð-
ist íslenzk þjóðarvitund og metn-
aður í aukana, og fór mönnum þá að
blæða í augum hinn gegndarlausi út-
flutningur íslenzkra þjóðgripa. Þá
kviknaði hugmyndin um íslenzkt
forngripasafn, og kom hún fyrst fram
opinberlega, er Sigurður Guðmunds-
son málari birti hugvekju sína til ís-
lendinga í Þjóðólfi 24. apríl 1862, nm
að stofna „þjóðlegt forngripasafn".
Og 8. janúar 1863 ritaði Helgi Sig-
urðsson á Jörfa (síðar prestur á Set-
bergi og Melum) um sama efni og
bauðst til að gefa landinu 15 merka
gripi, er hann sjálfur átti, og skyldu
þeir verða vísir safnsins. Hinn 24. fe-
brúar 1864 tjáðu stiftsyfirvöldin sig
reiðubúin til að taka á móti gjöf
Helga, og er þetta því talinn fæðing-
ardagur forngripasafnsins, sem nú
heitir Þjóðminjasafn íslands.
Forngripasafninu áskotnuðust óðara
margir góðir gripir, og eflaust hefur
stofnun þess komið í veg fyrir útflutn-
ing margra íslenzkra minja. En það
barðist lengi í bökkum, danska fjár-
veitingavaldið vildi því enga ásjá
veita, og húsnæðisleysi svarf svo mjög
að því, að við sjálft lá, að riði því að
fullu. Jón Árnason var umsjónarmað-
ur safnsins frá upphafi til 1882, en
með honum var einnig Sigurður mál-
ari umsjónarmaður þess til dauðadags
1874, og eftir hann Sigurður gullsmið-
ur Vigfússon, er varð einn forstöðu-
maður þess frá 1882 til 1892, er hann
lézt. Þá varð forstöðumaður Pálmi
Pálsson kennari til 1896, þá Jón Jak-
obsson til 1907, en í ársbyrjun 1908
varð Matthías Þórðarson forstöðu-
rnaður safnsins, og 1. júlí 1908 var
hann skipaður fornminjavörður sam-
kvæmt lögum um verndun fornminja,
frá 16. nóv. 1907. Var fornminjavörð-
urinn í senn eftirlitsmaður fornminja
í landinu og forstjóri safnsins, og er
þetta fyrirkomulag enn í gildi.
Engin tök eru á að lýsa hér hrakn-
ingaferli og þróunarferli safnsins. —
Fyrst var það til heimilis á dómkirkju-
loftinu, síðan var flúið með það í
borgarastofuna í hegningarhúsinu,
þaðan í alþingishúsið, þaðan í lands-
bankahúsið og loks 1908 á loftið í
landsbókasafnshúsinu, þar sem það er
enn. Vitanlega eiga margir góðir
menn sinn þátt í, hve giftusamlega því
hefur reitt af á frumbýlingsárum sín-
um og öllum forstöðumönnum sínum
á það mikið upp að inna, en engum
mun þó óréttur gjör, þótt fullyrt sé,
að þar beri tveir menn af, Sigurður
málari og Matthías Þórðarson. Sigurð-
ur var faðir safnsins, og fórnfýsi hans
og ósérplægni á fyrstu árum þess verð-
ur honum aldrei ofþökkuð, og varla
mun of fast að orði kveðið, þótt sagt
10