Samvinnan - 01.12.1949, Síða 11

Samvinnan - 01.12.1949, Síða 11
sé, að hann hafi lagt líf sitt að veði fyrir framgang safnsins og íslenzkrar menningarsögu. Það má aldrei falla í gleymsku, hvern ávöxt starf Sigurðar málara hefur borið, þótt misskilinn væri af flestum og dæi í örbirgð og umkomuleysi í Reykjavík miðri sjálft þj óðhátí ðarár ið. Matthías Þórðarson tók við safninu 1908 og stjórnaði því til ársloka 1947, eða nær því eins lengi og allir fyrir- rennarar hans til samans. Fyrsta verk hans var að flytja safnið og koma því fyrir á landsbókasafnsloftinu, þar sem það er enn. Hann skipti safninu í deildir og lagði jafnframt niður nafn- ið forngripasafn og kallaði stofnunina alla þjóðminjasafn, sem er meira rétt- nefni. Matthías raðaði safninu eins og það er nú og flestir núlifandi íslend- ingar þekkja það. Honum er það að þakka, hversu vel og smekklega safnið kemur fyrir nú. Þótt þröngt sé, er þjóðminjasafnið ekki ruglingslegt samsafn hluta úr öllum áttum, heldur skipulagt eftir tegund gripanna, eins og vera ber. Auk þess, sem nú er til sýnis á safninu, er þó ærið margt í geymslu, einkum þeirra gripa, sem nýlega liafa bætzt við. OF LENGI hefur hússnæðisskortur þrengt kosti þjóðminjasafnsins, og þarf ekki að efa, að hans vegna hefur minna verið safnað af merki- legum menningarsögulegum gripum, sem safnið er of fátækt af. Hann hefur skorið safninu svo þröngan stakk, að þau 40 ár, sem Matthías Þórðarson hefur fórnað því kröftum sínum, hef- ur það ekki getað vaxið og aukið starfsemi sína svo sem eðlilegt væri. En úr þessu er nú að rætast, þótt ekki sé vonum fyrr. Árið 1944, er lýðveldi var stofnað á íslandi, ákvað alþingi að láta reisa hús handa þjóðminja- safninu, og skyldi það vera morgun- gjöf þjóðarinnar til lýðveldisins. Ekki miklu síðar var hafizt handa um byggingu hússins, og var Alexander prófessor Jóhannesson skipaður for- maður byggingarnefndar, en Sigurð- ur Guðmundsson og Eiríkur Einars- son ráðnir arkitketar. Staður var hús- inu valinn á lóð háskólans, vestan Hringbrautar. Byggingu þjóðminjasafnsins er ekki enn lokið, en svo langt er hún þó komin í rétta átt, að unnt hefur verið að halda þar hina stóru Reykjavíkur- sýningu, sem fyllir húsið hornanna á milli. Má renna grun í, að húsið muni sízt of stórt sem þjóðminjasafn allrar þjóðarinnar, þegar Reykjavíkurbær einn hefur fyllt það jafnkirfilega og nú má sjá, og er hann þó barn að aldri í samanburði við sjálfa þjóðina. Ekki er það ætlunin að lýsa hér í smáatriðum nýja þjóðminjasafninu, heldur aðeins að drepa á nokkur helztu atriði, sem fyrirhuguð eru í nýuppsetningu safnsins. Horfur eru á, að á árinu 1950 verði hægt að hefja flutning safnsins á hinn nýja stað, og er þó varlegra að fullyrða ekki, að það muni gerast í hendings kasti. Upp- setning safnsins á nýja staðnum mun að líkindum taka nokkur ár, þó að það fari mikið eftir því fé, sem til þess verður varið, og þeim sérmennt- aða mannafla, sem til þess fæst. SÝNINGARSALIRÞjóðminjasafns- ins eru á þremur hæðum. Svo er ráð fyrir gert að listasafn ríkisins, sem er deild úr Þjóðminjasafninu, fái alla efstu hæðina til umráða. í þessu safni eru nokkrar höggmyndir, styttur og brjóstmyndir manna, en einkum þó málverk, nokkur útlend, m. a. fáeinar eftirmyndir af frægum málverkum gamalla meistara, en þó fyTst og fremst málverk eftir íslenzka málara, og eru í safninu fleiri og færri málverk eftir þá alla. Listasafnið verður án efa eink- um fyrir íslenzka list, enda rúmið ekki til þess, að liægt verði að sýna þar hvort tveggja, sæmilegt úrval alþjóð- legrar listar og fullnægjandi sýnishorn íslenzkrar listar. En vonir standa til þess, að áður en langt um líður, verði reist sérstakt hús handa listasafni rík- isins, og hugmyndin er sú, að Þjóð- minjasafninu verði það aðeins til bráðabirgða. En það er stór vinningur að geta komið því þarna fyrir fyrst um sinn, því að hingað til hafa listaverkin verið í geymslu eða láni hjá hinum og þessum ríkisstofnunum, og Reykjavík hefur of lengi skipað þann sess að vera eina listasafnalausa höfuðborg í heimi. : MIÐHÆÐ HÚSSINS verða aðal- sýningarsalir Þjóðminjasafnsins, og þar mun verða komið fyrir mestu af því, sem nú er til sýnis í gamla safn- inu. Reynt verður eftir föngum að skipa safninu í deildir eftir efni, en taka þó um leið nokkurt tillit til ald- urs gripanna, bæði í röðun deildanna og innan hverrar deildar fyrir sig. Skiptingin eftir aldri getur þó aldrei orðið mjög nákvæm, enda tímabil það, sem saga íslands nær yfir, ekki langt. Fyrsti salurinn, sem gesturinn kem- ur inn í, verður fornaldarsalur. Þar verða hafðar til sýnis hinar elztu minj- ar sögu vorrar, haugfé úr heiðnum gröfum og annað það, sem til er frá Traföskjur og fleiri útskornir hlutir. 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.