Samvinnan - 01.12.1949, Page 15
Meisfarinn sem iýsti upp veginn í Kína
Heimspeki Koníúsíusar réði örlögum heillar þjóðar og
er enn í fullu gildi eftir 2500 ár
EITT mesta mikilmenni á sviði and-
ans, sem uppi hefur verið, var
fæddur fyrir svo að segja réttum 2500
árum (um nákvæman fæðingardag er
ekki kunnugt). Hann var kennari að
ævistarfi, jafnframt því, sem hann var
höfundur heimspekikerfis þess, sem
mótað hefur sögu Kína frá hans dög-
um, náð mikilli útbreiðslu í öðrum
hluturn lieims og er lifandi máttur
enn þann dag í dag.
Enda þótt margir kannist við nafn
hans og kunni ef til vill einhver af
spakmælum hans, eru hinir þó miklu
færri, sem vita hvers konar maður
hann var, eða hvernig það mátti verða,
að siðakenningar hans náðu svo mik-
illi útbreiðslu og urðu jafn langlífar
og áhrifaríkar sem og raun ber vitnið.
Það eru til margar munnmælasögur
um hann, og margt er honum eignað,
sem hann aldrei hefur sagt. En mað-
urinn Konfúsíus er flestum mönnum
óljós mannvera frá fornöld.
Það er vel ómaksins vert að gera
sér nokkra grein fyrir manninum og
hugleiða kenningar hans, sem eftir
tvö þúsund og fimm hundruð ár eru
enn hagnýttar við félagsieg og sið-
ferðileg úrlausnarefni. Og sumar
þeirra eru sannarlega jafn mikið í
anda nútímans og dagurinn á morgun.
Meðal almennings er sú skoðun al-
geng,að Konfúsíus hafi verið voldug-
ur höfðingi. Sannleikurinn er sá, að
vér vitum eigi, hverjir forfeður hans
voru. Ættartala hans, þar sem ætt hans
er rakin til konunga, kemur ekki frarn
í dagsljósið fyrr en löngu eftir hans
dag, og verður að teljast mjög vafa-
söm.
Sjálfur hefur hann sagt: „Þegar eg
var ungur, var eg fátækur og naut
engra mannvirðinga." í æsku varð
hann að sjá sér sjálfur farborða og
leggja á sig líkamlegt erfiði, að
minnsta kosti framan af. Og á þennan
hátt hefur hann vafalaust öðlast þann
nána kunnugleika á þjáningum al-
þýðunnar, sem gerðu hann að forvíg-
ismanni hinna undirokuðu í baráttu
þeirra gegn hrokafullum og drottn-
unargjörnum aðli.
Hann var fæddur í hinu forna ríki
Lu, sem er partur af Shantung vorra
daga. Um fyrstu ár hans er lítið kunn-
ugt, og ekki heldur hvernig hann öðl-
aðist menntun sína og gerðist kennari.
Persónuleiki hans og hagnýt vizka
höfðu djúp áhrif á flesta, sem nokkur
kynni höfðu af honum, og brátt safn-
aðist um hann hópur lærisveina, sem
voru sannfærðir um það, að aldrei
hefði annar eins maður verið uppi, frá
því mannkynið fyrst hóf göngu sína.
Það var heitasta ósk hans, að grund-
vallarkenningar hans um stjórnarfar
og siðfræði væru teknar til hagnýtrar
notkunar. Kennsluna stundaði hann
aðeins meðan hann beið þess tækifær-
is. Það er almennt fullyrt, að hann hafi
verið settur til að gegna þýðingar-
miklu embætti, en þetta eru aðeins
munnmæli síðari tíma, sem stefna
að Joví að gera minningu hans dýrð-
lega.
Enda þótt þjóðhöfðingjar þeirra
15