Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 16
tíma viðurkenndu gáfur hans, stóð
þeim alltof mikill stuggur af einlægni
hans, hreinskilni og byltingarkennd-
um skoðunum til þess að þeir þyrðu
að taka hann í þjónustu sína. í»eir
voru vanir smjaðri og málamiðlun, en
slíkt var andstætt eðli Konfúsíusar.
Þegar þjóðhöfðinginn í fæðingarríki
Konfúsíusar (sem hafði náð undir sig
völdum með ofbeldi), spurði liann,
hvernig hann ætti að stjórna ríkinu,
svaraði Konfúsíus, að hann yrði fyrst
að læra að stjórna sjálfum sér. Þjóð-
höfðinginn lét ekki skera Konfúsíus
í stykki (eins og hann hefði auðvitað
getað), en hann gerði hann heldur
ekki að forsætisráðherra sínum.
Konfúsíus eyddi þannig mestum
hluta ævi sinnar sem lærdómsmaður
og kennari. Hann varð einskonar per-
sónulegur háskóli líkt og Sókrates.
Hann tók lærisveina sína til krossferða
án blóðsúthellingar og krafðist þess,
að þeir fórnuðu öllu þar á meðal líf-
inu, ef þörf krefði, í þágu mannkær-
leikans.
Vafalaust hefur Konfúsíus verið
einhver mesti kennari, sem nokkru
sinni hefur verið upi. Kennsla hans
var aldrei í föstu formi. Hann virðist
aldrei hafa flutt fyrirlestra, aðeins lagt
spurningar fyrir lærisveinana, ráðlagt
þeim að lesa og rætt við þá ýmis vanda-
mál. Hann lagði hart að lærisveinum
sínum, sérstaklega þeim, sem mikið
var í spunnið. Ef hann þurfti að á-
minna þá lærisveina sína, gerði hann
það góðlátlega, en liann gat einnig
brugðið fyrir sig nöpru háði.
Einn af beztu lærisveinum hans,
Tzu-kung, hafði þann ávana að vera
sífellt að gagnrýna aðra. Konfúsíus
mælti: ,,Það liggur í augum uppi, að
Tzu-kung hlýtur að hafa náð hinni
æðstu fullkomnun, úr því hann getur
eytt tíma til þessarar iðju. Eg hefi
ekki svona mikinn tíma til umráða.“
Sumir af lærisveinum Konfúsíusar
hafa sennilega búið í húsi hans. Hann
hefur, að því er virðist, tekið af þeim
kennslugjald eftir efnum og ástæðum,
og um eitt skeið að minnsta kosti, var
þetta eina tekjulind hans. Þrátt fyrir
þetta gerði hann ekki efnuðum læri-
sveinum sínum hærra undir höfði en
þeim fátæku. Stundum þáði hann
einnig gjafir af þjóðhöfðingjum.
Konfúsíus var í rauninni vandlæt-
ari, en átti þó í fórum sínum drjúga
kýmnisgáfu. Réttsýni hans, góðvild og
iusleiki hans á að viðurkenna, að hann
kynni alltaf að hafa og hefði jafnvel
stundum haft, rangt fyrir sér, urðu
honum til afsökunar í augum mann-
anna og fengu þá jafnvel til að fyrir-
gefa honum það, hversu hann var
sannfærður um, að köllun hans í iíf-
inu væri að bjarga heiminum. Hann
var ekkert andlegur á þann átt, sem
algengt er með dýrlinga eða vitr-
inga. Hann fór á dýraveiðar og reri til
fiskjar, og hann lék einnig á hljóðfæri.
Honum þótti gott að fá sér í staupinu,
en drakk ekki í óhófi. Konfúsíusi þótti
gaman að vera í góðum félagsskap og
tók þá þátt í söng og öðrum gleðskap.
Afstaða hans til manna almennt var
alþýðleg, og hann hafði ánægju af að
tala við fólk af öllum stéttum, en þetta
hneykslaði suma lærisveina hans.
Með þessu er þó ekki átt við, að
hann hafi verið losaralegur í lifnaðar-
háttum sínum. Hann sagði eitt sinn,
að maður ætti að vera umburðarlynd-
ur við aðra en strangur við sjálfan sig,
og þessari reglu virðist hann hafa fylgt.
Hann hefði getað verið stórauðugur
maður, ef hann hefði viljað slaka á
siða kenningum sínum og leggja
blessun sína yfir gerðir valdhafanna.
En hann sagði: „Þótt eg hafi ekki
nema óbrotna fæðu til að seðja hung-
ur mitt og vatn til að slökkva þorsta
minn, og ekkert nema boginn hand-
legg minn til þess að hvíla höfuðið á
í stað kodda, get eg samt notið lífsins.
Rangfenginn auður og mannvirðingar
eru mér ekki meira virði en skýin, sem
sveima yfir höfði mér.“
Umburðarlyndi hans náði þó ekki
til lærisveina hans né sonar. Sonur
hans var ekki jafn gáfaður og Kon-
fúsíus hafði gert sér vonir um, enda
var hann fálátur við hann og dró ekki
dul á, að sér þætti hann gáfnatregur.
Sumir lærisveinanna áttu miklu meiri
ástúð að fagna hjá Konfúsíusi en son-
ur hans.
Konfúsíus virðist ekki hafa verið
laus við öfund gagnvart einum eða
tveimur lærisveinum sínum. Þetta var
eðlilegt. Þjóðhöfðingjar, sem litu
vandlætingarákafa hans hálfgerðu
hornauga, töldu sér hag í því að hafa
lærisveina hans að embættismönnum,
og sumir þeirra komust til mikilla
valda. Þó að Konfúsíus gæti að vísu
talið sér þetta til gildis, var hann þó
ekki ánægður, því að hann dreymdi
ávallt um völd til handa sjálfum sér.
Þegar hann var um fimmtugt var
honum veitt embætti, sem að nafninu
fól í sér mikil völd, en var lieldur ekk-
ert meira en nafnið tómt. Gerðu
stjórnarvöldin sér von um, að þetta
yrði til þess að hann léti sér hægt og
yrði þeim þægur viðfangs. En þegar
hann komst að raun um, að hann
mátti ekkert gera, sagði liann af sér
embættinu með viðbjóði og fór í tíu
ára íerðalag víðsvegar um Kínaveldi
til þess að leita upp þjóðhöfðingja,
sem leyfðu honum að móta stjórnar-
hættina í samræmi við kenningar
hans. Hann fann engan slíkan. Eftir
viðburðaríkt ferðalag sneri liann aft-
ur heim til Lu, þar sem hann hafði
ofan af fyrir sér með kennslu til dauða-
dags, árið 479 f. Kr.
Þótt segja megi, að Konfúsíus liafi
lítið áunnið í lifanda lífi, voru kenn-
ingar hans svo máttugar, að þær gengu
í arf frá kynslóð til kynslóðar. Áhrif
lians voru á þann veg, að þau mega
með íullum rétti kallast lýðræðisleg.
Allir kínverskir þjóðhöfðingjar og
flestir embættismenn, sem uppi voru
fyrir hans daga, virðast hafa verið að-
alsmenn, sem tóku völdin í arf. Þessir
menn, sem mynduðu volduga ætt-
bálka, stjórnuðu með guðlegri hand-
leiðslu forfeðra sinna, sem veittu þeim
sigur í styrjöld, og hagsæld í friði.
Meginþorri þjóðarinnar var ánauð-
ugur lýður, og ekkert meira en hand-
hæg verkfæri til stuðnings og ánægju
fyrir höfðingjana.
Konfúsíus hélt fram kenningu, sem
gekk í berhögg við þetta stjórnarfar.
Hann lýsti því yfir, að þjóðhöfðingj-
ar og embættismenn, væru einungis
hjálpargögn til þess að vinna að vel-
ferð þjóðarinnar, og þeir, sem tækju
völd í arf, hefðu ekki öðrum fremur
rétt til yfirráða.
Hann gekk ekki svo langt, að lialda
því fram, að þeir sem hefðu tekið
völd í arf, skyldu leggja þau niður,
það hefði verið of áhættusamt á þeim
tímum, enda þótt lærisveinar hans,
eftir hans dag, settu fram slíkar kröf-
ur. Hinsvegar hélt Konfúsíus því fram,
að þeir einir ættu að fara með völd,
sem hefðu hæfileika til þess, án til-
lits til stéttar eða ættar.
Konfúsíus leit svo á, að þótt þýð-
ingarmikið væri að fjárhagur ríkisins
16