Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 18
Viðsvegar um Kinaveldi eru minnismerki um Konfúsius. Kinverjar sfna þeim eetið sérstök virð i ngarm erk i. markast við Kína og ekki einu sinni við Austurlönd. Það er að minnsta kosti eftirtektarvert og ef til vill tákn- rænt, að upp úr hinum miklu breyt- ingum, sem urðu á vestrænni hugsun á sautjándu og átjándu öld, spruttu hugmyndir, sem eru sérkennilega líkar kenningum Konfúsíusar. Það var farið að leggja meira upp úr heilbrigðri dómgreind en áður, og rödd samvizkunnar var sett ofar trúar- kreddum. Þessa heims gæði voru ekki lengur talin af hinu illa heldur af hinu góða. Mannkærleiki, án tillits til þjóð- ernis, var talinn hin æðsta dygð. Og það sem mikilvægast var, það var lögð áherzla á, að allir menn væru jafn réttháir, hvaða stétt eða stöðu, sem þeir tilheyrðu, og að þeir samkvæmt því hefðu jafnan rétt (eftir því, sem hæfileikar leyfðu) til hvaða opinbers embættis sem væri. Þetta voru höfuðatriðin í kenning- um Konfúsíusar, og einmitt á sautján- du og átjándu öld bárust þær til Vest- urlanda með trúboðum Jesúíta, sem komið höfðu til Kína. Margir mestu hugsuðir Evrópu tóku þeim tveim höndum og sökktu sér niður í þær af eldmóði. Meðal þessara manna má nefna Þjóðverjana Leibniz og Christian Wolff, Frakkana Voltaire og Quesnay og Englendingana Oliver Goldsmith og Eustace Budgell. Þetta ber ekki svo að skilja, að bylt- ing sú, er átti sér stað í vestrænni hugs- un, hafi átt rót sína að rekja til kenn- inga Konfúsíusar. Þær breytingar, sem áttu sér stað á þessu sviði, hefðu jafnt orðið, þótt Konfúsíus hefði aldrei lifað. En sú staðreynd, að menn áttu þess kost að kynna sér kenningar Iians, einmitt um það leyti, sem mest umrót varð á vestrænni hugsun, hef- ur vafalaust haft meiri áhrif á þróun- ina en flestir sagnfræðingar hafa met- ið að vcrðleikum. Nokkur spakmæli Konfúsíusar „Sýndu öllum vinsemd, en að- eins hinum dyggðugu vináttu.“ # „Menntun án liugsunar er gagnslaus; liugsun án menntun- ar er hœttuleg.“ * „Að gera sér Ijóst, hvað maður veit og hvað maður veit ekki — pað er vizka.“ * „Þegar þú sérð dyggðugan mann, hugleiddu þá, hvað þú megir af honum lcera. Þegar þú sérð lastafullan mann þá rann- sakaðu sjálfan þig.“ * „Ef þú rannsakar hjarta þitt og finnur þar ekkert óhreint, hvaða áhyggjur þarftu þá að gera þér, hvað er þá að óttastV‘ # „Skjótur árangur er ekkert keppikefli, né smávœgilegur ávinningur eftirsóknarverður. — Sá sem umfram allt vill ná skjót- um árangri, kemst aldrei að markinu. Sá, sem lætur afvega- leiðast af smávœgilegum ávinn- ingi, leysir aldrei stórvirki af hendi." # „Að vera fátœkur og laus við gremju er erfitt. Að vera rikur og laus við hroka œtti að vera auðvelt." * „Það, sem þú villt ekki að aðr- ir geri sjálfum þér, skaltu ekki gera öðrurn." 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.