Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 22
fór að selja á markaðsverði, eða rétt fyrir neðan það og greiddi síðan tekju- afgang til félagsmanna í árslok. Kron var allt frá upphafi, 1937, starfrækt samkvæmt þessari reglu. Kaupmenn Reykjavíkur neyddust til að lækka vöruverð sitt vegna sam- kepninnar, sem skapaðist við starf- rækslu P. V. og K. R. og síðar Kron. Afleiðingin varð almennt lægra vöru- verð í Reykjavík. Samkeppnin var e.t. v. mest áberandi í tíð fyrirrennara Kron, K. R. og P. V., meðan þessi fé- lög seldu á pöntunarverði, þ.e. al- mennt 15 til 20% lægra en kaupmenn. Hennar gætti töluvert strax eftir stofn- un Kron og enn þann dag í dag gætir hennar töluvert þrátt fyrir opinbert verðlagseftirlit í landinu. Kemur þetta til af tekjuafganginum, sem Kron greiðir oftast í árslok, sameignarsjóð- um félagsmanna og nýtízku verzlana Kron, sem opnaðar hafa verið við ýmsar verzlunargötur höfuðstaðarins. Jónas Haralz, hagfræðingur, einn af meðlimum Fjárhagsráðs, heldur því fram, að það hafi allt frá upphafi verið langtum liagkvæmara að verzla við Kron en kaupmenn og hann segir, að jafnvel á árinu 1946 hafi verið a.m.k. 10% hagkvæmara að verzla við félagið en kaupmenn (sjá Haralz, J. „Kaup- íelag Reykjavíkur og Nágrennis“ Fé- lagsrit Kron, bls. 140, 1947.) Þetta að því tilskyldu, að allt hagræði sé til tal- ið þar á meðal tekjuafgangur, eign í sameignarsjóðum og lægra vöruverð á ýmsum vörum og ýmis konar þjón- ustu. Framtíðar félag. Það leikur ekki tveim tungum að verzlanir Kron eiga eins mikla, og e.t. v. meiri framtíð fyrir sér og kaup- mannaverzlanir höfuðstaðarins. Segja má, að félagið sé nú orðið það rótgró- ið í Reykjavík, að því sé búin glæsileg framtíð í bænum. Viðskiptavelta þess og félagsmannatala eykst stöðugt, enda er allur almenningur höfuðstaðarins að koma augunum betur og betur á þá staðreynd, að samvinnureksturinn er langtum heilbrigðari og hagkvæmari fyrir þjóðarheildina en einkarekstur- inn. En því rná ekki gleyma, að Kron á enn eftir að leysa mörg og mikil verk- efni. Það á eftir að sigrast á mörgum erfiðleikum. Við skulum t. d. ekki gleyma því, að félagið hefur ekki nema rösklega 6 þúsund félagsmenn á félags- svæði, sem hefur yfir 50 þúsund íbúa. Við skulum heldur ekki gleyma því, að innan félagsins hafa verið smávægi- legir flokkadrættir, sem hugsanlega geta komið félaginu illa. Okkur er líka holt að muna, að kaupmenn hafa enn vakandi auga á starfsemi Kron og sleppa ekki allra minnstu tækifærum til að ráðast á félagið opinberlega og gera starfsemi þess tortryggilega í aug- um almennings. — En hitt er svo gleði- efni, og félaginu til hagsældar, að al- menningur í Reykjavík er alltaf að sjá það betur og betur, að verkalýðspóli- tík er ekki einlilít í kjarabaráttu al- þýðunnar. Það er ekki nóg að þrýsta upp kaupinu. Það þarf líka að tryggja, að fjárbraskarar taki kjarabæturnar ekki í milliliðaágóða og okur. í því sambandi er nauðsynlegt fyrir alþýðu landsins að reka sín eigin samvinnu- fyrirtæki. Það var eðlilegt að alþýðustéttir bæj- anna hefðu meiri áhuga á að stofna og starfrækja verkalýðsfélög en sam- vinnufélög á fyrstu tugum þessarar aldar. Nú horfir hins vegar öðruvísi (Framltald á bls. 59) Léiiifli I Sl sHlii? i íl U i! ii Si Íi 11 fil lltlis 22 Aðalstöðvar Sambands islenzkra samvinnufélaga i Reylijavik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.