Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 23
Mikilhæf samvinnukona Rabbað við frú Cecily Cook Kaupmannahöfn, í október. AÐ var mér mikið gleðiefni, að liitta frú Cecily Cook aftur. Eg hafði verið svo lánsöm að kynnast henni í London 1947, þegar eg var að kynna mér mál kvennagildanna á Englandi. Síðan höfðum við staðið í bréfasambandi, og nú var hún komin til Kaupmannahafnar, og þar áttu leið- ir okkar að liggja saman á ný. Frú Gook er í fremstu röð sam- vinnukvenna og manna á Englandi. Hún hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum innan samtakanna og hefur nú um margra ára skeið verið aðalrit- ari enska kvennagildasambandsins og varaforseti alþjóðasambandsins síðan Emmy Freundlich lézt fyrir tæpum tveim árum. Á síðastliðnu ári var frú Cook sæmd enska heiðursmerkinu „Order Of The British Empire“ (O. B. E.) fyrir störf í þágu menningar- nrála. Tedrykkja og stundarrabb. Eg hitti frú Cook á hótelinu, þar senr hún bjó þann stutta tíma, sem hún dvaldist hér, og við drukkum te saman rétt eins og við höfðum gert á skrifstofunni hennar í London. Það varð því miður aðeins stutt stund, sem við gátum spjallað saman, því að frú Cook var á förum til Þýzkalands til þess að heimsækja samvinnukonur þar, sem nú eru í óða önn að koma sér á laggirnar aftur eftir stríðið og nazista-tímann. Frú Cook sagði góðar fréttir af samvinnukonum í Englandi. Áhugi væri mikill innan gildanna, og vel væri unnið að ýmsum málum heimil- anna. Hún sagði konur nú áhugasam- ari en oft áður að vinna samtökunum og breiða hugsjónir samvinnunnar út til sem allra flestra. Að vísu ykist gild- unum lítið fylgi ungra stúlkna, það væri ekki fyrr en þær væru giftar, og stundum nokkuð rosknar, að þær skildu mikilvægi samtakanna og kæmu þá í félögin. Reynslan væri yfir- leitt sú, að fyrst eftir að fólk hefði eignazt eigin heimili, lykjust upp augu þess fyrir ágæti samvinnuhreyf- ingarinnar. Frú Cook kvaðst hlakka nrjög til að koma til Þýzkalands og sjá með eigin augum, hvernig starf sam- vinnukvenna gengi þar. Einnig kvaðst lrún vera mjög glöð yfir því, að fá nú loks tækifæri til þess að heimsækja sænskar samvinnukonur og kynnast starfi þeirra, sem af öllum, sem því hefðu kynnzt, væri rómað mjög. 37 mínútur á brautarstöðinni. Tín dögum síðar hittumst við aftur, og í þetta sinn á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Frú Cook var að koma frá Þýzkalandi, og ferðinni var lreitið til Stokkhólms eftir 37 mínút- ur, svo að ekki varð heldur mikill tími til skrafs að þessu sinni. Eg fann fljótt, að hún var mjög þreytt, og varð raunar ekki hissa, þeg- ar hún sagði mér, að hún hefði ferð- azt tvo undanfarna sólarhringa í lest- um. Hún var samt glöð og hress og gott að hitta hana sem fyrr. Á með- an við sátum yfir mjólkur-glösum í veitingasal járnbrautarstöðvarinnar, áræddi eg þó að spyrja nokkurra spurninga. „Eg er ánægð með ferðina," sagði hún, „en eg hef orðið að ferðast svo nrikið og tala svo mikið þessa síðustu tíu daga, að eg er eiginlega dauð- þreytt, og það veit eg að þú munir skilja.“ Jú, sannarlega skildi eg það, því að kona eins og Cecily Cook, jafn logandi af áhuga og stöðugt útaus- andi af krafti sínum og áhuga til ann- arra, hlaut að vera orðin alveg upp- gefin eftir stöðug fundahöld, ræður og ferðalög víðsvegar um í Þýzkalandi. Hún sagði mér síðan, að starf kvennanna í Þýzkalandi gengi vonum framar. Það væri undir stjórn og handleiðslu Emmy Riedle, en hún hefði verið flóttakona í Englandi öll stríðsárin og á þeim tíma kynnzt ræki- lega starfi enskra samvinnukvenna. Nú væri hún búin að stofna mörg félög, og konurnar væru yfirleitt mjög áhugasamar. Þær kæmu stöðugt upp ýmis konar námskeiðum um bæði heimilis- og þjóðfélagsmál, og jafn- framt væri haldið uppi kennslu í sam- vinnufræðum og fræðslu unr málefni samvinnumanna í hinum ýmsu lönd- um. Yfirleitt bæri mjög á því, hve reynt væri að fræða meðlimina, og sums staðar væru samvinnukonur að reyna að koma upp skólum. Yfirleitt, sagði frú Cook, mætti segja, að sam- vinnuhreyfingin væri í örum upp- gangi, og það, sem hefði glatt sig sér- staklega, hefði verið að sjá og finna áhuga kvenna og sjá, hve víða þær hefðu verið raunverulegir þátttak- endur og starfsmenn í kaupfélögun- um. Til dæmis í Dusseldorf hefðu konur verið yfirgnæfandi í trúnaðar- störfum kaupfélaganna. „Það er ein- nritt þetta, sem við höfum lagt mikla áherzlu á í Englandi, að reyna að koma hæfum konum inn í stjórnir kaupfélaganna og aðrar stöður innan samtakanna, og okkur hefur ekki tek- izt illa, þótt langt sé í land og mikið starf að vinna fyrir konur í framtíð- inni. Árangurinn sést m. a. í því, að við eigum nú nokkrar konur á þingi, sem byrjuðu sem gildiskonur. Þær lærðu og þroskuðust í starfi kvenna- gildanna, en þau eru, eða a. m. k ættu að vera, góður skóli fyrir konur í þjóðfélagsmálum." (Á Englandi er, sem kunnugt er, pólitískur flokkur, The Co-operative Party, þ. e. sam- vinnuflokkurinn, sem samvinnumenn styðja.) Við gleymdum okkur í samræðun- um, og frú Cook hafði næstum misst af lestinni, en til allrar hamingju náð- um lestinni, þótt á síðustu mín. væri. Á heimleið frá Stokkhólmi. Enn liðu tíu dagar, og við hittumst á ný, og að þessu sinni einnig á braut- arstöðinni. Frú Gook var nú að koma frá Stokkhólmi, en þar hafði hún setið nefndarfund Alþjóðasambands Kvennagilda, sem kallaður hafði verið saman í Stokkhólmi. „Eg get ekkert sagt þér af fundinum að þessu sinni annað en það, að það gekk erfiðlega að ná samkomulagi við samvinnukon- urnar frá Austur-Evrópu, sem þarna voru mættar. Yfirleitt var stöðugur ágreiningur á milli þeirra og okkar hinna, og stemningin minnti nokkuð á alþjóðasambandsþingið (L C. A.) í Prag í fyrra.“ Við létum þess vegna af umræðum um samvinnumál, og ég spurði, hvort (Framhald á bls. 58) 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.