Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 26
fyrr en seinna leitast við að hafa vaðið fyrir neðan mig! Um kvöldið, að hinni eftirminni- legu hreinsun afstaðinni — þegar ég hafði lært að skilja betur en áður a. m. k. hið fyrsta hinna frægu kjörorða Finna: SAUNA, SISU, SIBELIUS -, fór Tervonen með mig í bíl til sumar- bústaðar síns út við ströndina, nokkru norðar. Þangað skreppur hann stund- um með Vörmu sinni, þegar erill og þjark heimsins færist í auka úr hófi fram. Það getur nefnilega víðar en á íslandi verið þreytandi að vera kaup félagsstjóri, og bæjarstjórnarmaður í þokkabót. Næsta dag sat ég um kyrrt á þessum slóðum. Tervonen ók með mig í bif- reið urn allt kaupfélagssvæðið, og það er mjög stórt. Útibúin eru samatls 12, og sum þeirra litlu minni en aðal- verzlunin í Kristinestad. Félagið heit- ir Osuusliike Suupohaj Andelsaffár, og rekur mjög umfangsmikla starf- semi. Þriggja manna framkvæmda- stjórn, þar sem Tervonen er formað- ur, ræður þar ríkjum, auk allra út- bússtjóranna, sem starfa allsjálfstætt, að því er mér skildist, og bera ábyrgð samkvæmt því. Verzlunarhús kaup- félagsins eru flest gömul og sum all- mjög úr sér gengin, en þó nokkur ný. í heild fannst mér reksturinn vera á mjög svipuðu stigi og algengast er hér á landi í þeim kaupfélögum, sem ennþá hafa aðsetur í gömlu kaup- mannaverzlununum. Verksviðið er líka það sama og hjá íslenzku kaup- félögunum flestum: að kaupa inn Strax fyrsta daginn í heimbyggð Tervonens sýndi hann mér allt mark- vert í nágrenninu. Mig sýndi hann líka nokkrum vinum sínum, og vissi enginn þeirra til, að íslendingur hefði nokkru sinni áður komið til Kristine- stad. Meðal þessara manna var ná- granni Tervonens, bakari kaupfélags- ins. Síðla dags fórum við, þessir þrír, í „merkligt finsk baðstubad". Var þetta framkvæmd gamals fyrirheits. Fyrr hafði ég farið margoft í slíkt bað í Sví- þjóð, m. a. með Tervonen, en hann gert lítið úr, og ekki kveðið nema svip hjá sjón. En nú skyldi þetta ske! Aldrei fyrr hafði ég orðið að þola slík- an helvítishita, sem bakarinn, þessi Tervonenfjölskyldan. Kristinestad. un og kennir í ýmsum skólum staðar- ins. Á heimili þessara hjóna var gott að vera. Þau eiga tvær dætur, sem heita Riitta og Tytti; yndisleg börn. Kristinestad er einn af elztu verzl- unarbæjum Finna; réttara þriggja alda gamall í ár. Bærinn er á sunnan- verðri vesturströnd Mið-Finnlands, tvískiptur vegna ár, sem rennur nú'í gegnum hann, en meginhluti byggð- arinnar liggur á gamalli eyju, sem fyrir löngu er samt orðin „samgróin" meginlandinu. En haldir þú, lesari góður, að bæjarnafnið eigi rót sína að rekja til Kristínar Svíadrottningar, þá vilja Finnar mjög gjarna leiðrétta, að svo er ekki, heldur sé nafngiftin tengd konu hins þekkta greifa Per Brahe, sem er ,,faðir“ Kristinestad og frægur maður í sögu Finna. í árslok 1945 voru 3175 íbúar í sjálfum bænum. þjálfaði eldsins vin, framleiddi með sínum tíðu vatnsgusum á glóandi bað- steinana! Allframarlega í athöfninni hafði ég orð á því, að mér þætti hæfi- lega heitt orðið, en Tervonen, sem oft áður hafði lýst baðförum Finna hroða- lega fyrir mér — hann segir svo skemmtilega og skáldlega frá öllu —, fullvissaði mig um, að þetta væri að- eins byrjunin, og nú skyldi mér sýnt í tvo heimana! Sagðist ég þá skilja, úr hvaða stétt hann hefði valið aðstoðar- manninn, ef upp rynni mín hinzta stund í þessu víti! En gott var það, já, hrein nautn, að tukta skrokkinn með lifandi, grænblöðuðu, angandi hrísi. Maður kemst næstum í annarlegt sælu- ástand — og auðvitað var mér ekki svo leitt, sem ég lét, þótt heldur vildi ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.