Samvinnan - 01.12.1949, Side 28

Samvinnan - 01.12.1949, Side 28
Tervonen og lialdvin við sumarbústaðinn. eru tiltölulega fá félög, en mörg þeirra afar fjölmenn og ná yfir stór land- svæði. Eitt var hér. Áður hafði útbú frá Jyvaskylá, sem er borg miklu aust- ar — og verður nánar minnst á síðar — verið rekið í Keuruu. Þearar svo há- værar raddir heyrðust um það innan sambandanna, að lieppilegra myndi að hluta hin stærstu kaupfélög í smærri heildir, var — til þess að rasa ekki um ráð fram — samþykkt að gera nokkurs konar „vísindalega tilraun“ í þessu skyni. Varð þá félagssvæðið hér fyrir valinu. Benti sú reynsla, sem þeg- ar var fengin, ótvírætt til þess, að rétt væri, að sjálfstæð, ,,mátuleg“ félög yrðu fleiri. Mér var sagt, að kaupfé- lagsstjórinn hér, Erkki Luoto, væri ó- venju duglegur maður, enda benti allt til þess. Hann bauð okkur á heimili sitt, og sagði Tervonen að mér væri ó- hætt að taka það, sem alveg sérstaka vinsemd, þar eð slíkt tíðkaðist alls ekki undir svona kringumstæðum. Einnig gaf hann mér að skilnaði árs- skýrslur og myndir úr fyrirtækinu. Áður en við fórum úr Keuruu, skoð- uðum við kirkju staðarins, sem er um 300 ára gömul og mjög forneskjuleg. Hún er ein sérkennilegasta trékirkja Finna. Karlinn, sem sýndi okkur hana, var sagður gamall dómari og heimsmaður, en sneri síðan alveg baki við lystisemdum heimsins og gerðist skírlífur munkur. Umhverfis kirkj- una er mjög fallegur trjágarður. I honum eru m. a. geymdir gamlir „kirkjubátar“ af ýmsum stærðum, og voru þeir áður aðeins notaðir til kirkjuferða, en eru nú löngu komnir úr móð. Mér fannst hér, eins og í fyrsta skipti sem ég sá Hólakirkju, að ég væri horfinn margar aldir aftur í tímann, meðan ég var inni, og að það væri eins og að skipta um tilverustig að koma aftur út í sólskinið. SEINNIHLUTA þessa dags var okkur ekið austur í Jyvaskyl'á. Þar tók á móti okkur „andra direktören", Joufto Piirainen, sem annars var þó að hætta störfum til þess að verða að- alframkvæmdastjóri annars kaupfé- lags. Hér starfar hið mikla kaupfélag „Maki-Matti“, sem er nú með stærstu félögum í Finnlandi. Var okkur sýnt allt hið markverðasta á vegum félags- ins. Var þar margt að sjá og allt með myndarbrag. Einna minnisstæðast er mér bú, sem félagið rekur í nágrenni borgarinnar. Þar er svínaiækt aðal- framleiðslugreinin, en svínastíumar eru vissulega engar „svínastíur". Og ég sá ekki betur heldur en að fram- kvæmdastjórinn brosti einna blíðast, þegar hann var að „presenlera“ fyrir okkur búskapinn. Datt mér þá í hug Egill vinur minn í Sigtúnum, því að ekki hefi ég séð hann annars staðar á- nægðari en í Laugardælum, og er liann þó enginn fýlupoki. Nei, á þess- um stöðum er nú ekkert „maskinerí“ að verki, heldur lífsnautn bóndans og elskhuga jarðarinnar. Um kvöldið var okkur haldin veizla í „resturang" kaupfélagsins. Þar var m. a. kominn til sögunnar ritstjóri verkamannablaðsins á staðnum, Onni Haini. Hann minnti mig svo mjög á Jóhann Sveinsson frá Flögu, að ég hélt fyrst, að þetta væri hann! Þetta var hið skemmtilegasta hóf, og var um margt rætt. Auðvitað varð ég að segja frá íslandi, og ritstjórinn heimtaði blaðaviðtal. Veitti ég það, allra náð- arsamlegast, og þótti honum merkilegt að heyra um samvinnusamtökin hér, en fannst þó mest til um þátt íslend- inga í Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Næsta dag, 21. maí, birtist svo þetta viðtal í blaði hans „Työn Voi- ma“ — ásamt mynd, er ég hafði með- ferðis af niðurpökkun gjafavara okkar til barnahjálparinnar. Ekki skildi ég mikið í þeirri grein, er hún síðar kom mér fyrir augu, og veit ég því ei, hvað missagt er í þeim fræðum. Eftir stuttan en væran svefn, vorum við boðnir til aðalframkvæmdastjóra Máki-Matti, Kalle J'árvinen. Hann er þekktur um allt Finnland sem nurk- ur brautryðjandi í verklýðs- og sam- vinnumálum. Járvinen er að mestu sjálfmenntaður maður, en kraftkarl svo mikill, að honum er ósjaldan líkt við sjálfan Tanner, hinn heimsfræga stjórnmálamann og samvinnufrömuð. Hann kvað vera mælskur og vinsæll, svo af ber. Þessi maður á að baki mjög merkilegan starfsferil. Til marks um forustu hans í samvinnumálum má geta þess, að það er Járvinens verk fyrst og fremst, að Máki-Matti hefir úr hinni fátæklegustu byrjun vaxið í það að verða eitt af fremstu samvinnu- félögum landsins. Hann hefir lengi verið forseti bæjarstjórnarinnar, og er það enn, nú hálfsextugur að aldri. fárvinen er þó farinn að láta undan, og það var vegna lasleika, að við sáum hann ekki fyrr. Á einum vegg einka- skrifstofunnar hékk stórt málverk af honum, sem kaupfélagið hafði látið gera í tilefni af fimmtugsafmæli hans. Hann er hinn drengilegasti maður, fríður sýnum og karltnannlegur, og býr augsýnilega yfir miklum innri krafti, en þó jafnvægi. Það er gott að vera í návist hans, enda er líka vitað, Kalle Jdrvinen. 28

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.