Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 30
Eilika Mákinen. hverfi nafn gjafaborgarinnar sænsku og heitir Vásteras. Áþekkt gerðist víðar. Er kvölda tók, keyrði Halme upp bratta brekku og færði okkur — ja, ekki „upp á ofur hátt fjall“, eins og „þar“ stendur, en upp á undurfagra hæð, þar sem við gátum notið hins ákjósanlegasta útsýnis út yfir byggð og bæ. Mig minnir, að þetta sé sama hæðin og stökkbrautin fræga liggur í. Eftir að hafa í kvöldkyrrðinni litið yfir þetta ríki veraldar, bauð Halme okkur til borðhalds í fallegu veitinga- húsi, sem kaupfélagið rekur þarna upp undir bláma himinsins. Inni var margt manna, en innst í aðalsalnum beið okkar hálfhlaðið veizluborð, þar sem islenzkur borðfáni blakti yfir Á þessu átti eg ekki von. En kaupfélags- stjórinn hafði áður en við fórum út um daginn, gefið teiknistofu félagsins fyrirmæli um að útbúa íslenzkan fána og koma honum á þennan stað í tæka tíð. Og hér blakti þá þjóðfáninn minn í framandi landi, mér til dýrðar! Eg held að þjóðernisstrengur hjarta míns hafi aldrei verið jafnsnortinn og í þetta sinn af þessu litla tilefni. eins og það bar að. .. . Eg fékk ekki orða bundist, og þegar á borðhaldið leið, stóð eg upp og ávarpaði fánann minn nokkrum orðum á móðurmálinu — um leið og eg á sænsku þakkaði svo 30 sem vera bar. — Okkur fannst þetta hátíðleg stund — það þori eg að segja vegna þess, sem Tervonen sagði mér seinna. IMMTUDAGINN 21. maí kom- um við félagarnir til Helsingfors. Þann dag heimsóttum við menningar- stofnanir, verzlunarhús og verksmiðj- ur samvinnusambandanna og „EL- ANTO“, sem er eitt rnesta fyrir- myndar samvinnufélag í heimi. Var þar margt stórmerkilegt að sjá og kynnast. Orðlengi eg þó ekki um það, en læt nægja að vísa til ágætrar, mvnd- skreyttrar greinar, sem birtist í ágúst- hefti SAMVINNUNNAR 1948, eftir ritstjórann, Hauk Snorrason. Hún heitir „Samvinnan í þúsund vatna landinu". Síðari hluta þessa dags tókum við Tervonen okkur far til Fastböle, sem er byggð talsvert fyrir utan borg- ina. Þar búa í litlum en laglegum húsakynnum aldraðir foreldrar hans. Mættum við þar liinni ákjósanlegustu gestrisni, og gistum hjá þeim um nótt- ina. Skammt frá býr annar sonur gömlu hjónanna, Osmo Tervonen. Hann er margkrossuð hetja, sem barð- ist í fremstu víglínu sem skotmaður öll styrjaldarárin. Ekki fannst honum hann hafa svo mikið að segja frá þess- um árum, en sumt að sýna. F.kki að- eins heiðursmerki og viðurkenningar- skjöl undirrituð af sjálfum Manner- heim marskálki — heldur líka áverka á líkama sínum. Bróðir hans sagði mér seinna frá skakkafalli sálarinnar. Þeir eru margir í Finnlandi nú, sem aldrei verða samir menn og þeir áður voru. Ekki bara þau milli 20 og 30 þúsund. sem eru meira og minna farlama menn og örkumla, er ríkið hefir á framfæri sínu — heldur einnig ótölulegur grúi, sem ekki er tilfinnanlegur kross á öðr- um en sínum nánustu. en kannske samt svo þungbær fyrir það, hversu tiltölulega fáir standa undir honum — í hverri fjölskyldu. — Á laugardagsmorgun héldum við aftur til höfuðborgarinnar. Tvö lítil atvik komu fyrir á þeirri skömmu leið. Vegna stundum athyglisvekjandi glaðværðar okkar Tervonen, eins og fyrri daginn, gaf gömul, fíngerð kona sig á tal við okkur; sagðist heyra, að við værum ekki Finnar. Sú hafði dval- ið áður fyrr í Danmörku, og þá séð leikinn „Fjalla-Eyvind“ Jóhanns Sig- urjónssonar, varð þá mjög hrifin, og sagðist vilja segja íslendingnum þetta. Sökum þess, að mér er næstum fyrir- munað að muna ártöl, get eg því mið- ur ekki sagt, hvaða ár þetta var, þótt gamla konan léti þess getið. Það kann að hafa verið „sautján hundruð og súr- kál“ þess vegna. En eg man það, að hún lokaði augunum og útmálaði há- fjalladýrð íslands, sem hún hafði þó aldrei augum litið, en aðeins heyTt um og séð af leiktjöldunum. Blessuð kerlingin. Mér þótti strax vænt um hana. Hitt var það, að einhver í vagninum spyr litla telpu, hvert hún sé að fara. „Til Helsingfors,“ svarar hún. „Ónei, góða mín,“ gellur önnur hnáta við, „þú átt að segja Heltinki og það var alvöruþungi í röddinni. — Þetta getur verið lítið dæmi um þá engan veginn árekstra- né sárindalausu togstreitu, sem raunverulega á sér stað meðal finnskra borgara, vegna málsins. Hið sænskumælandi þjóðarbrot, sem áður —■ og raunar enn — hefur þó næstum ótrúlega mikil áhrif í finnsku þjóðlífi, verður æ minna með hverju árinu, sem líður. Nú er svo komið, að aðeins 8% þjóðarinnar eða 300.000 eiga sænsku að móðurmáli, en 92% eða, 3.800.000 tala finnsku. Hún er líka lögboðið ríkismál, en alls ekki sænsk- an einnig, eins og margir hafa haldið. Forsetinn og aðrir helztu höfðingjar gefa þó stundum út opinberar til- kynningar á báðum málunum, en ekki nærri alltaf; enda engin skylda. Þessi kyrkingur í sænska þjóðarbrot- inu er næsta skiljanlegur, þegar þess er gætt t. d. að giftist sænskumælandi stúlka Finn-Finna, verður finnskan heimilismál fjölskyldunnar. Slíkt hið sama á sér stað, ef sænskur piltur gift- ist finnskumælandi stúlku; finnskan ríkir, hvað sem því líður, að vera „húsbóndi á sínu heimili". Þetta er tvímælalaust reglan, var mér sagt, en sjálfsagt á hún sínar undantekningar. Það er líka misskilningur, sem sum- ir útlendingar ætla, að treysta megi því, að allir opinberir starfsmenn skilji og tali bæði málin. Það er svo langt frá þessu, að ekki einasta fjöl- margir járnbrautalestaþjónar kunna ekki stakt orð í sænsku, heldur nær þetta ástand jafnvel upp í efstu tröpp-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.