Samvinnan - 01.12.1949, Page 35

Samvinnan - 01.12.1949, Page 35
50 ára samfelld pöntunarstarfsemi við Frá Svalbardseyri. Eyjafjörð Kaupfélag Svalbarðseyrar minntist 60 ára starfs síðastliðið sumar ENGIN eign er dýrmætari hverri þjóð, en háar hugsjónir. Þjóð eins og við íslendingar, sem hefur búið við fáheyrða fátækt og undirokun er- lendra valdhafa, átti í gegn um hinar myrku aldir, erfitt með að varðveita slíkar hugsjónir. Til þess var járnhæll valdhafanna nokkuð þungur, fátæktin of hörmuleg, og jafnvel hungurdauð- inn algengur förunautur. Verzlunarfjötrarnir höfðu þó meira en allt annað, dregið kjark úr þjóð- inni, og haldið lienni í dróma andlega sem líkamlega. Þegar við lesum sögu þjóðarinnar, og heyrðum frásagnir feðra okkar og afa undrast maður, að hún skyldi lifa af hin erfiðu ár, og komast út úr erfiðleikunum heilbrigð og sterk. Það er hamingja okkar, að þrátt fyr- ir myrkrið og kuldan, þá slokknaði aldrei vonarneistinn. Við áttum syni og dætur sem að vísu bjuggu í lágum moldarbæjum og sátu á löngum vetr- arkvöldum í kuldalegum baðstofum, en margir þessara manna áttu háar hugsjónir og voru reiðubúnir að vinna fyrir þær. Þessir hugsjónamenn voru vöku- menn þjóðarinnar, og leiðsögumenn, nöfn þeirra eru skráð gullnu letri í sögu okkar, þeir sköpuðu það gróandi þjóðlíf sem þurfti til að sigra alla erfiðleika, fyrir þeirra atbeina er þjóð- in í dag sjálfstæð þjóð. Sumir af þess- um vökumönnum íslenzku þjóðarinn- ar voru stofnendur samvinnufélag- anna. í dag minnumst við nokkurra þeirra. í dag minnumst við sextíu ára starfs Kaupfélags Svalbarðseyrar. Við heiðrum minningu frumherj- anna, sem stofnuðu félagið, og í dag er það okkur gleðiefni, að hugsjónir þeirra urðu að veruleika, og það er heiður okkar að vera þátttakendur í að láta þær hugsjónir lialda áfram að rætast. f RIÐ 1885 ferðaðist Jón í Múla um vesturhluta Þingeyjarsýslu til að kynna mönnum samvinnustarfið hjá Kaupfélagi Þingeyinga, og hvetja menn til að stofna samvinnufélög. Á- rangurinn af þessari ferð Jóns í Múla varð sá, að þá þegar var sameiginlegur fundur haldinn á Svalbarði. Mættu þar 5 fulltrúar frá Eyfirðingum auk Höfðhverfinga, Svalbarðsströndunga og Fnjóskdæla. Magnús Sigurðsson á Grund varð framkvæmdastjóri deild- anna fyrsta árið og rak öll erindi deild- anna gagnvart Kaupfélagi Þingeyinga, en það félag sá um öll innkaup fyrir þessar deildir. Samstarfið við Kaup- félag Þingeyinga hélst í fjögur ár, og var sú samvinna í alla staði mjög góð. En fjarlægðin og hinar erfiðu sam- göngur, gerðu það að verkum, að fé- lagssvæðið þótti of stórt, deildirnar skildu við elzta kaupfélag landsins í mestu vinsemd, og það var ákveðið, að mynda sérstakt samvinnufélag. I tilefni af þessu var boðað til stofn- fundar að Tungu á Svalbarðsströnd 17. des. 1889, og verður það að teljast stofnfundur félagsins. Á Tungu mættu þessir kjörnir fulltrúar: Baldvin Gunnarsson, Höfða, Þórður Gunnars- son, Höfða, Helgi Laxdal, Tungu og Jóhann Einarsson á Víðivöllum. Þessir menn scmdu reglugerð fyrir íélagið, og gáfu því nafnið Kaupfélag Sval- barðseyrar. Á þessum fundi var kosin nefnd til að semja lög fyrir félagið, og voru þau prentuð það sama ár. Þegar við lítum yfir stofnun félagsins, þá er það eftirtektarvert, að frumherjarnir stofnuðu það þegar sólin er lægst á lofti, og skammdegisnæturnar eru lengstar og þó er þetta engin tilviljun. í gegn um aldirnar, voru það hin löngu vetrarkvöld sem fyrst og fremst voru árstími hárra hugsjóna ogmikilla hugmynda, enda er félagið stofnað til þess, að færa fátækum heimilum meiri birtu, auknar vorhugsjónir. í fyrstu var félagssvæðið, Fnjóska- dalurinn, Höfðahverfið og Svalbarðs- ströndin, en skömmu síðár bættist Ljósvetningadeildin (þá Djúpárdeild) við, er samanstóð af bændum úr Kinn og Bárðardal. Þeir Höfðabræður voru fyrstu árin mest áberandi í félagsstarf- inu, og reyndust hinir ötulustu ráðs- 35

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.