Samvinnan - 01.12.1949, Síða 37

Samvinnan - 01.12.1949, Síða 37
Hdtiðargestir á leið yfir Fnjóskárbrú til afmeclishátiðarinnar i Vaglaskógi. • eftir Zöllner, að honum hafi líkað al- veg sérstaklega vel við Svalbarðseyrav- félagið, aðallega vegna þess, að það væri ekki að hlaða í kringum sig stór- um nýtízku-byggingum, en léti sér nægja að verzla í skúrnum suður á eyrinni (það er Gæruskúrinn), en eitt vantaði félagið tilfinnanlega, það væri peningaskápur, og hann kvaðst eiga skáp úti í Newcastle, og sendi hann fé- laginu skápinn að gjöf, og er hann notaður enn þann dag í dag. Ekki or eg að segja frá þessu vegna þess, að þau orð, sem Zöllnar lét falla, séu hól fyr- ir kaupfélagið, en þau eru sannleikur, •og lýsa betur en mörg orð félagsstarf- seminni, eins og hún var þá, og þau lýsa ennfremur mæta vel manninum, sem sagði þau, enda bar Zöllner næst- um föðurlega umhyggju fyrir velferð íslenzku kaupfélaganna. Það var oft mikið um dýrðir, þegar skipin komu til Svalbarðseyrar með vöruforðann. Fyrsta vöruskipið, sem kom til Svalbarðseyrar, sigldi þangað með óvæntum liætti. Sama árið sem Jón í Múla ferðaðist um til þess að hvetja menn til félagsstofnunar, 1885, gerðist sá atburður, að skip kom til Húsavíkur með vöruforða til Kaup- félags Þingeyinga. Brast þá á aftaka norðanveður, með svo miklum stór- sjóum, að skipið gat ekki lengur at- hafnað sig á Húsavík, en slitnaði upp og komst við illan leik inn á lygnan Eyjafjörð. Skip þetta fór þá beina leið til Evalbarðseyrar. Þannig atvikaðist það, að öllu leyti fyrir hamfarir nátt- úruaflanna á Skjálfanda, að fyrsta vöruflutningaskipið kom færandi hendi til Svalbarðseyrar. Sumir hinna öldruðu félagsmanna hafa sagt mér, að þeir muni aldrei gleyma þeim fögnuði, sem lýsti í hverju andliti við þessa óvæntu skipskomu, enda var þá oft lítið til hnífs og skeiðar, og vörur kaupmanna á Akureyri dýrar. Mörg- um varð því litið hýru auga til vöru- staflans á Svalbarðseyri, og smástrák- um þótti gott að fá í lítinn lófa nf púðursykri, rúsínum og öðru hnoss- gæti, úr opnum pokum og kössum. msir gengu þá fram og vildu banna strákunum, en þá sagði Jón á Gaut- löndum: „Blessaðir, lofið þið stráka- greyunum að bragða þetta. Það er allt í lagi á meðan þeir eta ekki upp 100 kg. sekkina." í ÞESSUM árum var að byrja að J\. flytjast til landsins áður óþekkt vara, sem var kölluð hveiti. Þetta þótti dýr matur þá, og kostaði 50 aura pundið hjá kaupmönnum. I brúð- kaupsveizlu, sem haldin var úti á Sval- barðsströnd um þetta leyti, þótti það í frásögur færandi, að keypt hafði ver- ið til veizlunnar 4 pund af þessari rán- dýru vöru, og þótti það næstum of- rausn í þá daga, en með óveðursskip- inu kom þessi nýja og mikið umtalaða vara og var seld á aðeins 12 aura pund- ið, svo að í næstu brúðkaupsveizlur var hægt að nota hveiti, án Jaess að um væri talað. Þannig kom kanpfélagið til að gjörbreyta öllu verðlagi á verzl- unarsvæðinu. Stundum var erfitt að fá skipin til að koma við á Svalbarðseyri. Einu sinni, þegar „Thyra“ lá á Akureyri,fór Baldvin í Höfða og Ásgeir á Gauts- stöðum til Akureyrar og vildu fá skip- ið til að taka ull fyrir kaupfélagið á Svalbarðseyri; afgreiðsla skipsins harð- neitaði, en skipstjórinn lofaði að koma við, ef flutningsgjald næmi ekki minna en 30 krónum, og skipið kom og tók ullina, en þá var ekki reiknað með eins háum tölum í fjármálum og nú er orðið. Svalbarðseyri var um langt skeið aðal sauðaútflutningshöfn hér um slóðir. A haustin mátti sjá margan fagran og frjálslegan sauðahópinn koma af afréttunum og bíða eftir stóru sauðaskipunum, sem fluttu þá til Englands. Haustið 1900 var mikill fjöldi af þessum fallegu sauðum flutt- ur fram í skipið „Bear“. Sauðirnir runnu frarn bryggjuna, á fögru og lygnu haustkveldi, og framskipunin gekk greiðlega, og síðan var lagt úr liöfn. En þá gerast leiðinlegir at- burðir. Þegar skipið kom suður fyrir land, og háfjöllin íslenzku voru horf- in sjónum skipverja, kom snögglega afspyrnurok, og stórsjóir köstuðu skip- inu næstum á hliðina. Sauðirnir lentu út í aðra hlið skipsins, svo að það gat ekki rétt sig aftur. Skipstjóri lét þá gn'pa til þess eina ráðs, sem hægt var, til að bjarga skipi og mönnum: mörg hundruð sauðum, sem voru á efsta dekki, var varpað fyrir borð, og gat þá skipið komist aftur á réttan kjöl. Friðbjörn Bjarnason, sem var fulltrúi félagsins með skipinu, segist aldrei Jiafa lifað hörmulegri dag, en þegar þeir gengu berserksgang við að varpa þessum íslenzku húsdýrum fyrir borð, þar sem þau féllu jarmandi í öldur hafsins. Þessi sorglegi atburður var mikill fjárhagslegur hnekkir fyrir fé- lagið, og mörgum góðum fjármann- inum hér heima þótti slæm fregnin um afdrif sauðanna. í RIÐ 1892, hinn 9. júní, var fund- f\_ ur lialdinn á Akureyri, sem Pétur 37

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.