Samvinnan - 01.12.1949, Page 41

Samvinnan - 01.12.1949, Page 41
Hann var guðfræðingur og munkur, •en naumast skírlífur munkur, því að •eins og hann sjálfur segir, „getur mað- urinn ekki, af náttúrlegum hvötum, afneitað konunni“. Hann átti í stöð- ugri glímu við djöfulinn, trúði á til- veru forynja og umskiptinga og sneri aftur frá endurreisnartímabilinu til miðaldanna. Þótt guðfræði hans væri dapurleg, naut hann samt lífsins, eins og hann sýndi bezt með tilhneigingum sínum til víns, kvenna og söngva og með yfirlýsingum sínum um „evangelískt frjálsræði". Hann var þrætugjarn bar- •dagamaður, skapríkur andstæðingur, sem var þess albúinn að úthella blóði, •ef á þyrfti að halda. Hann hélt því fram, að verstu pestir veraldar væru kardínálar og páfar, og hina róm- versku Sódóma yrði að sækja með vopnum, en hélt einnig því fram, að mannkynið yrði að þvo blóðið af höndum sér. Hann var hermennsku- legur talsmaður einstaklingsins og barðist fyrir því, að maðurinn nálgað- ist guð sinn án yfirumsjónar klerk- anna. En á sama tíma kenndi hann lærisveinum sínum að beygja sig fyrir guðlegu valdi og hvatti til þess, að uppreistargjarnir bændur væru barð- ir til hlýðni. Lúther hafði alls enga samúð með húmanisma samtíma síns, ekki einu sinni þýzkum húmanisma, en hann lagði sig því meira eftir þýzkri mýstik. Hann var þrákelkinn rétt- trúnaðarmaður og sagði skilið við kirkjuna, aðeins til þess að stofna aðra kirkju með nýrri guðfræði og nýjum Lúllier. ásökunum um fráhvarf frá rétttrún- aði. Kenning hans var ekki aðeins anti-rómversk, heldur einnig anti- evrópsk, ofsalega þjóðerniskennd og and-gyðingleg. Lúther var líka ágætur hljómlistarmaður, og sú náttúra hans hjálpaði honum til þess að móta þýzka tungu. Þúsundir eintaka af biblíuþýðingu hans, sem er stórkost- legt bókmenntalegt afrek, dreifðust meðal þjóðarinnar með hjálp hinnar nýuppfundnu prentvélar. Þessi biblíuþýðing er sprottin jafnt af músíkeyra Lúthers og eyra hans fyrir hinu forneskjulega hljómfalli þýzkrar mýstikur, en hún skapaði hið þýzka ritmál og gerði bókmennta- lega einingu úr landi, sem var trúar- lega og stjórnmálalega sundurleitt. Það, sem gerðizt eftir daga Lúthers, og fyrir hans verk, var, eins og Erasmus spáði, hræðilegt blóðbað í trúarstyrjöldum, og landið varð sund- urflakandi menningarlega. Vissulega mun þetta allt hafa verið helmingi hærri reikningur, en hinn hálssveri barbari mundi hafa ritað undir. En „hér eg stend, eg get ekki annað“. RJÚ hundruð árum síðar birtist fyrirbrigðið Bismarck, pólitískur snilldarandi, vaxinn úr þýzkri grund. í þremur blóðugum styrjöldum skap- aði hann hið prússnesk-þýzka ,,Reich“, og tryggði völd þess í Evrópu um ára- tugi. Bismarck var grófur, tilfinninga- ríkur og hysterískur risi, raddmjór og átti það til að bresta í grát í æsinga- augnablikum. En hann var risavax- inn í slóttugheitum og búinn svo háðskri bersögli, að nauðsynlegt þótti að stinga undir stól opinberum skýrsl- um um ræður hans. Bismarck fyrirleit landa sína, en hann vann fylgi þeirra með valdi eða með blíðu. Hann trúði á heppni og dugnað, var samt raunsæismaður, inn- blásinn andstæðingur hugsjóna, og var nærri yfirburða persónuleiki, og þessi eiginleiki kom flestum umhverf- is hann til þess að skjálfa af hrifn- ingu. Þegar maður nokkur, sem var einlægur aðdáandi Bismarcks, sagði, að hann skyldi glaður láta rífa sig sundur í þúsund tætlur fyrir hann, sagði járnkanslarinn: „Ekki svo marg- ar. Það er ónauðsynlegt.“ Ef pólitísk- ur andstæðingur var nefndur á nafn í návist hans, varð andlit hans eins og ásýnd konungljónsins. Matarlyst hans var óskapleg. Hann gat lokið hálfum kalkúnhana við miðdegisborðið, skol- að honum niður með hálfflösku af koníaki, þremur flöskum af sódavatni, og síðan reykt fimm tóbakspípur. Og þannig lifði hann til 88 ára aldurs. Fyrir hann var hatrið hamingja, eins og Lúther, og enda þótt Bismarck hefði fágaða evrópska framkomu á stndum, var hann samt anti-evrópsk- ur. Hann felldi Austurríki og lagði í rúst, og sömuleiðis Frakkland, þess- ar stoðir hinnar öldnu Evrópu, og eins og sannur bróðir mannsins í Witten- berg reyndi hann í menningarbaráttu sinni að útrýma áhrifum kaþólskunn- ar og kirkjuleiðtoganna úr þýzku þjóðlífi. BYLTINGAMAÐLÍR var hann, og þó, eins og Lúther, í raun og sannleika forneskjulegur í hugsunar- liætti, og hann ruglaði hinn frjálslynd- ari hluta Evrópu gjörsamlega í rím- inu með sigrum sínum og heppni og machiavellskum klókindum, og hann styrkti trú Þjóðverja á undirgefinniað- dáun á valdinu, jafnframt því sem hann veikti trú þeirra á hugsjónum og þeim verðmætum, sem þurftu um- hyggjusamari meðhöndlun, voru göf- ugri og mannlegri. Hann kallaði sjálfan sig „trúan þjón herra síns“, — þ. e. Vilhjálms keisara fyrsta, og líklega hefur hann meint það, en hann var samt kaldrifj- aður, dapurlegur og uppstökkur ein- valdur, sem enga andstöðu þoldi, krafðist þess að gera allt sjálfur, og Bismarck. 41

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.