Samvinnan - 01.12.1949, Page 42

Samvinnan - 01.12.1949, Page 42
lauk svo ferli sínum, að hann hafði rænt þjóð sína möguleikanum til þess að læra að stjórna sér sjálf. Þegar hann var orðinn valdalaus, á gamalsaldri, var áhyggjuefni hans framtíð þess sköpunarverks, sem hann hafði skilið eftir, hins þýzka ríkis. Og þær áhyggj- ur voru ekki ástæðulausar. Það þekkj- um við, sem nú lifum. AMILLI þessara tveggja manna er átjánda öldin — og hún lengi lifi. Hún er öldin, sem skóp í Þýzkalandi stórmenni andans, yfirburðapersónu í gerfi skálds og spámanns. Hann var talsmaður friðar, og hann er ástmögur mannkynsins. Þessi orð koma ósjálf- rátt á varir, er maður les og heyrir að- dáunarorðin, sem falla honum í skaut um allan hinn menntaða heim, tvö hundruð árum eftir niðurstigningu hans. Eg nota þetta orð af ásettu ráði. Það merkir framkomu, birtingu, nið- urstigningu guðlegrar veru á jörðinni. Það var eitthvað guðdómlegt við þann mann, við kaldhæðnislega viðkvæmni hans, hina köldu og hátíðlegu góð- mennsku í alltinnibindandi eðli hans. En það var eitthvað yfirnáttúrlegt og draugalegt við starfshraða hans, dverg- lega fjölhæfni hans, aðdráttarafl hans, eitthvað dularfullt við þau lífssann- indi, sem endurnærðu anda hans. og hljóta að hafa sprottið af persónuleika hans, þessum fjölþætta persónuleika, sem í senn upplyfti, niðurlægði og krafðist óafturkallanlegrar undirgefni. t „IPHIGENIE", sem er fagurt verk og mannlegt í bezta skilningi þess orðs og framkallar tár í augum hvers þess, sem ber í brjósti listrænar til- finningar, segir Göthe: „Ættkvísl framleiðir ekki án taf- ar guðlega veru eða ófreskju; að- eins ættleggur illra eða góðra manna leggur mannheimi til ógn- irnar, gleði heimsins.“ Með hvorttveggja orðunum „guð- leg vera“ og „ófreskja“ á hann við ver- ur, sem ekki eru af mönnum. Með því að binda þær saman í einni hugsun, gerir hann þeim jafn hátt undir höfði, af því að hann veit, að engin gleði er til án ógna, og hin guðlega vera hlýt- ur að geyma ófreskjuna hið innra 42 með sér. Það er líka eitthvað ófreskju- legt við Göthe, hinn risavaxna anda, eða að minnsta kosti eitthvað dular- fullt. Um hann leikur svali ískaldrar einangrunar, sem er í senn umburðar- lynd og fyrirlítandi gagnvart nær öllu. Hinn venjulegi maður nálgast Göthe skjálfandi á beinunum. Og hver sá, sem ávarpaði hann, varð að tala skýrt og glöggt. Meistarinn í Weimar sagði eitt sinn: „Ef eg á að hlýða á skoðanir annarra, þurfa þær að vera glögglega og skýrt framsettar. Eg er sjálfur nægi- lega torskilinn." í ÞESSARI tvöliundruðustu ártíð skáldsins er ekki úr vegi að reyna að leita sannleikans um þennan mann, sem er svo mjög dáður. Við upphaf þessarar leitar er mest um vert, að lenda ekki í þeirri fallgröf samtímans, sem gerir mun á „vondu“ og „góðu“ Þýzkalandi, eða verða undir áhrifum þeirra manna, sem nota nafn Göthes í áróðri sínum til þess að fegra ásjónu hins „góða“ Þýzkalands. Þýzkt atgjörfi geymir eins mikið af góðleika og atgjörfi getur yfirleitt geymt, en hið ,,vonda“ Þýzkaland er þar líka fyrir. Til þess að sjá þann mann, sem heimurinn nú heiðrar á tvöhundruð- ustu ártíð hans í réttu ljósi, verðum við að líta á hann, að mínum dómi, sem raunverulegan bróður þeirra Lúthers og Bismarcks, sem táknmynd þýzkrar atgjörfi, en jafnframt, í mild- asta, hreinasta og mannlegasta formi sínu, sem risann á tindinum. Nafnið Göthe staðfestir raunar kenningu mína, nafnið er symbólskur lykill. Norrænt og gotneskt er það, en það sem er barbarískt í því er skáld- lega fegrað í hinum hljómþýða fram- burði nafnsins. En það var einmitt hlutverk Göthe, að fegra, fullkomna og móta. Þannig var líf hans, líf, sem oft hefur verið kallað fagurt lista- verk. Sjálfum mun honum hafa verið þetta ljóst og ber vísukorn vott um það, og gæti vel hafa orðið grafskrift hans: „Þú ert sloppinn í gegn, að minnsta kosti komstu áfram, en látum hvern sem er reyna að feta slóðina og sleppa frá því óbrotinn.“ SAMHLJÓMURINN, jafnvægið, hið sígilda form, sem við jafnan tengjum við nafn Göthe, voru ekki eiginleikar, sem féllu honum í skaut fyrirhafnarlaust. Þeir sýna okkur mikinn sigur í skaphöfn hans yfir hættulegum — jafnvel eyðileggjanda — tilhneigingum. Þessum tilhneiging- um var breytt, þær beizlaðar og smátt og smátt tamdar til þess að þjóna góð- leikanum og lífinu. En þrátt fyrir margar og miklar andstæður í skap- höfn þessa mikla manns, andstæður og jafnvel mótsagnir og mótsetningar, sem urðu undirstaða hins skapandi afls hans, eru þó í lífi Göthes margir dimmir, ómanneskjulegir og yfir- manneskjulegir eiginleikar, sem hrella og hræða hinn venjulega mannvin. Það er fyrst hin alltof kraftmikla og ófriðlega tortryggni og gagnrýni, sem Nietzsche kallaði táknræna eigin- leika þýzks mikilleika, hörð — jafnvel illættuð — gagnrýni, sem skilur alla hluti og fyrirlítur alla hluti, leyfir huganum hættulegt frjálsræði og er algjörlega laus við alla tilfinninga- semi. Michelet nefndi slíkt hugarfar „háðskt, forlagatrúar og mefistófel- ískt“, og hann sannaði þar með, að hann átti ekki aðeins við Friðrik mikla og Bismarck, heldur einnig Göthe, snilldarandann, sem fæddi af sér fyndnustu djöflaandlit, sem til eru í bókmenntum veraldar, táknmyndir niðurrifs og neikvæði. í augum þeirra, sem þekktu hann, virtist Göthe oft líkur Mefistófeles. Níhilismi hans fannst þeim óhugnanlegur. Hann kom samtíðarmönnum sínum á óvart með torskildum og torráðnum setningum, sem báru í sér geysilegar efasemdir, og stundum meira að segja afturkall- anir. Þeir tala um óttalegt kæruleysi í fari hans, nærri ótrúlegt hlutleysi, og kona Schillers talaði fyrir munn þeirra allra, er hún sagði: „Hjarta hans hneigist að engu.“ En þetta „ekkert“ er aðeins annað nafn á „öllu“, á öllu, sem lifir og hrær- ist, það nær til sérhvers manns og til lífsþorsta þess anda, sem tekur á sig öll gerfi, vill vita allt og vera allt. Þetta er ennþá annað nafn á nær því yfirmannlegu trúleysi, sem finnur ánægju í því að skilja lærisveina eftir í eyðimörkinni, og í því, að hrella áhangendur eins skoðanakerfis með (Framhald á bls. 59)

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.