Samvinnan - 01.12.1949, Page 44
-KONURNAR OG SAMVINNAN-
STERK OG ÓDYR BARNAFÖT
Fyrirmyndar framleiðsla sænskra samvinnufélaga
Þessi klœðnaður
minnir meira á
Churchill en
Montgomery.
— Churchill
klæddist, svo
sem kunnugt er,
samfestingum
á striðsárunum.
Sviar hafa nú
*: j yfirfært hug-
myndina á
skólaklœðnað
drengja.
MÖRGUM lesendum Samvinn-
unnar er kunnugt um, hve
framarlega sænsku samvinnufélög-
in standa á hinum fjölmörgu svið-
uml Hér í blaðinu hefur oft áður
verið sagt frá framleiðslu þeirra á
hentugum og góðum húsgögnum
og ýmsum húsbúnaði, matvörum
og m. fl. Nú hafa samvinnufélögin
sænsku hafið framleiðslu á barna-
fötum, og er það ein af tilraunum
samvinnumanna þar í landi til að
bæta kjör félagsmanna sinna og um
leið reyna að hafa áhrif á verðlag
og gæði allrar slíkrar framleiðslu
í landinu, til hagsbóta fyrir neyt-
endur.
SAMKVÆMT sænskum útreikn-
ingi fer 37% af launum verka-
manna til matarkaupa, en næsti
liðurinn er fatakaup, sem 14%
teknanna er notað til. Það er því
ekki óeðlilegt, að samvinnusam-
tökin reyni að hafa áhrif á þennan
lið á sama hátt og á framleiðslu
ýmissa matvæla. Oft hafa komið
fram óskir um það, að samvinnu-
félögin hæfu framleiðslu á barna-
fötum og reyndu að koma fram
með hentugan fatnað og jafnframt
hafa áhrif á verðlagið. Þessar óskir
eiga mikinn rétt á sér, þegar tekið
er tillit til, hve stór útgjaldaliður
fatakaup eru hjá barnmörgum fjöl-
skyldum. Lengi vel var um þetta
rætt og samþykktir gerðar, án þess
að nokkuð yrði úr framkvæmdum,
en Jráð stafaði ekki af viljaleysi sam-
vinnumanna, heldur ýmsu öðru,
sem hér verður ekki rætt. En nú
hefur orðið úr framkvæmdum, og
eru Jrað liinar svonefndu Slitman-
verksmiðjur í Sala, sem hafið hafa
framleiðslu á barnafötum og komið
fram með bæði ódýr, sterk og hag-
kvæm föt, hin svonefndu „Monty-
dress“. Framleiðsla á þessum fötum
er nú í fullum gangi, og fleri tugir
þúsunda sænskra barna ganga nú í
,,Monty-dressum“ frá Slitman-verk-
smiðjunum.
Hvað vinna samvinnumenn með
þessu? í sambandi við framleiðsl-
una hafa verið gerðar margs kon-
ar rannsóknir og samanburður á
barnafötum, framleiddum af hin-
um ýmsu verksmiðjum. Það hefur
komið í ljós við þessar athuganir,
að hægt er að framleiða í senn bæði
betri, þ. e. sterkari og vandaðri á
allan hátt og jafnframt ódýrari föt,
heldur en þau, sem hingað til hafa
verið á markaðinum í Svíþjóð. Það
er meira að segja nokkurra króna
munur á fötum samvinnuverk-
smiðjanna og hinna, sem áður feng-
ust í ýmsum verzlunum. Maður
skyldi ætla, að þau myndu þá jafn-
framt vera betri og vandaðri, en
svo er ekki, heldur þvert á mófi,
því að fötin frá samvinnuverk-
smiðjunni hafa í samkeppni við
44