Samvinnan - 01.12.1949, Síða 45

Samvinnan - 01.12.1949, Síða 45
á barnafötum. Takmarkið hlýtur að vera, að meðlimirnir geti keypt ódýr, sterk og hagkvæm barnaföt í sínum eigin verzlunum. MÉR hefur þótt rétt að segja ís- lenzkum konum frá þessu, þótt kannske megi segja, að margt annað gerist merkilegra, sem rétt- ara væri að ræða um. En ef við fylgjumst vel með því, hvernig sænsk samvinnufélög vinna, mun- um við fljótt koma auga á, að sam- vinnusamtökin ná út í óendanlega mörg svið hins daglega lífs. íslenzk- ar konur þurfa að safna sér í kring- um samvinnufélögin og koma þar fram með óskir sínar og tillögur. Við fáum ekki endurbætur á hin- um ýmsu málum heimilanna, hvort heldur það er á búshlutum eða föt- um, nema við látum til okkar heyra. Samvinnufélögin eru félög hús- mæðranna, og þau eru verkfæri, sem húsmæður geta notað, ef þær aðeins skilja það og vilja. Tvö sýnishom af barnafalnaði þeim, er seensku samvinnufélögin mœla með: T. h. telpu- kápa, einföld i sniði, t. v. hentugir skólakjólar. önnur föt reynst betur að öllu leyti. Ef þetta verður til þess, að aðrar verksmiðjur lækka verð á barnafötum og hefja jafnframt vandaðri framleiðslu, hefur sam- vinnusamtökunum tekizt að vinna merkilegt starf, þótt í smáum stíl sé. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem sænsk samvinnufélög vinna þannig að því að fá fram betri varning fyrir rétt verð og hafa haft áhrif á verðlag í landinu yfirleitt. Við framleiðslu „Monty-dress- anna“ hefur verið lögð áherzla á, að efnið, sem notað er, sé sterkt, lilaupi sem minnst við þvott og þoli þvott sem bezt. Einnig hefur verið lögð áherzla á, að fötin væru vel saurnuð og vel gengið frá heim að öllu leyti. Þar að auki fylgir hverju pari af fötunum bútur af efninu (25X^5 cm.) til þess að nota í bætur, eða ef slys kæmi fyrir. Sænskir samvinnufrömuðir segja, að þetta sé aðeins byrjun á miklu meiri og margháttaðri framleiðslu IJtill drengur i „Monty-dressi“. 45

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.