Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 47
verið á bandi pabba síns. Hann var fátalaður að jafnaði, en hann mundi e. t. v. hugsa því meir um mömmu. Urban hafði víst þótt mjög vænt um móður sína. Fatan kom fljúgandi að ofan og ruddi með sér smálæk af fínum sandi í fallinu. Hann setti fötuna á sinn stað og byrjaði að moka í hana aftur, skóflu eftir skóflu. — Skyldi Anna nú vera heima? Það var ólík- legt, því að það var einmitt í dag, sem hún hafði ætlað inn í Kirkjubæ til þess að máta brúðarkjólinn. Og enda þótt hún væri heima, var hún manneskja til að sjá um sig og svara fyrir sig, ef á hana var yrt. Elín og Urban mundu fá sig fullkeypt af því að reka hana á dyr. Hún lét ekki vaða ofan í sig þótt hún væri blíðlynd og smávaxin. Og hún gat líka verið harðneskjuleg á svipinn, svo að það rann kalt vatn milli skinns og hörunds á sumum karlmönnum. Jú, jú, þau mátti svo sem koma! En nú var strákurinn horfinn aftur, ein- mitt þegar hann átti að draga fötuna upp. En hann þurfti ekki að bíða lengi í þetta sinn. Kringluleita andlitið birtist á brunn- barminum, og auðséð var að honum var mikið niðri fyrir. — Þau koma hingað! hrópaði hann. — Elín var heima hjá Lingström, en nú koma þau bæði hingað. Þetta var skrambans óþægilegt. Rétt eins og maður lægi á greni og uppgötvaði svo allt í einu að maður hefði gleymt skot- unum heima. En ekki dugaði annað en herða upp hugann. — Skiptu þér ekkert af því, sagði hann. Dragðu heldur upp fötuna. Til þess ertu hér. Þau voru komin á brunnbarminn jafn- skjótt og drengurinn hafði rennt tómu föt- unni aftur niður. Elín var með hatt, skreyttan stórum fjaðrabúsk og blómum. Hún beygði sig út yfir brunnbarminn og gægðist niður til hans. A bak við hana sá hann andlit Urbans. Hann var svei mér sparibúnn, með flibba og skrautlegt bindi. Hann var rauðleitur í andlitinu, alveg eins og móðir hans hafði verið, þegar henni þótti eitthvað. — Hvað ertu að gera þarna, pabbi? pípti Elín, og auðheyrt var á röddinni að hún var þess albúin að bresta í grát. — Komdu upp, pabbi, kallaði Urban. Við þurfum að tala við þig. Hann stóð á brunngólfinu og horfði upp til barna sinna. Honum fannst allt í einu að þannig hefði það alltaf verið. Hann hefði alltaf litið upp til þeirra, þau höfðu öll litið niður á hann, móðirin og börnin. En hann hafði aldrei haft neitt afdrep til þess að skýla sér í. Þess vegna leið honum vel hér niðri á brunngólfinu, og hann lofaði sjálfum sér því að tala eins og honum bjó í brjósti. — Jæja, jaeja, börnin góð, sagði hann. — Þetta var óvænt heimsókn. Það var fallega gert af ykkur að leggja þessa ferð á ykkur til þess að heilsa upp á mig. Urban ætlaði að fara að segja eitthvað, en Elín þaggaði niður í honum. Hún leit á drenginn, sem stóð hinum megin á bakkan- um og sperrti eyrun af eintómri forvitni. — Ætlarðu ekki að koma upp og heilsa okkur, sagði hún ósköp vingjarnlega. Nú vilja þau fá mig upp, hugsaði hann. Þau ætla að tæla mig upp til þess að þau geti náð betra tangarhaldi á mér. Ef eg fer upp, er allri mótspyrnu lokið. — Get það ekki rétt núna, skrökvaði hann. Læknirinn verður vitlaus ef eg slæpist og dregur frá kaupinu. Eg fæ tuttugu krón- ur á dag og það er góður skiidingur nú til dags. Það var venjulega gagnlegt að veifa peningaseðli framan við nefið á þeim. Það var það eina, sem gagnaði til þess að þau létu hann í friði, sérstaklega eftir að móðir þeirra dó. Urban leit í kringum sig. Engin mann- eskja var sjáanleg úti við hjá lækninum, engin umferð var um þjóðveginn. Það var bara unglingurinn á hinum bakkanum, sem glápti á þau eins og naut á nývirki. ■—- Hérna færðu fimm krónur, drengur minn, sagði Urban um leið og hann seildist eftir veskinu í rassvasanum. — Þú þarft ekki að vera hér lengur í dag. Eg skal hjálpa gamla manninum það sem eftir er. Hann lét sem hann heyrði ekki hvað fram fór uppi á bakkanum, greip hakann og byrj- aði að brjóta upp mold og möl. En hann grunaði, hvað í vændum var. Það var Elín, sem byrjaði. — Hvað meinarðu eiginlega, pabbi, með þessari heimskulegu hjónalýsingu? spurði hún og nú var grátklökkvinn úr rómnum. Hann lét enn, sem hann heyrði ekki. Það er naumast hægt að ætlast til þess að gam- all maður heyri hvert orð niður á þriggja metra dýpi. Hann barði hakanum kröftug- lega í brunngólfið og möl og sandur ruku um fætur hans. Urban teygði sig fram yfir brúnina og kallaði: —- Að þú skulir ekki skammast þín! Stúlkan er að minnsta kosti þrjátíu árum yngri en þú. Hvað get eg gert að því þótt hún sé ung? hugsaði hann. Hvernig gat eg breytt því? Eg er nú raunar alls ekki svo gamall sjálfur. Sextugur, eða rúmlega það. Gamli prófast- urinn var áttræður þegar hann gifti sig í síð- asta sinn. En hann sagði ekkert, en bograði með hakann. Elín var næst. — Þú skalt ekki halda, að það sé vegna hússins, sem við erum að skipta okkur af þessu, enda þótt við höfum sama rétt til þess og þú. Við erum að þessu þín vegna. Við vitum hvers konar manneskja þetta er. Jæja, vissu þau það líka! Nei, ónei, þau höfðu enga hugmynd um það, því að hún er miklu betri en þið, hún er nefnilega ágæt. En hann sagði ekkert, hugsaði aðeins. — Og hvað heldurðu að fólk muni segja? Bæði hér og svo kunningjar okkar í bænum? Nú var það Elín aftur og nú var gráturinn ekki langt undan. Hann lagði hakann frá sér, greip skófl- una og byrjaði að moka upp í fötuna. I milli skóflanna hlustaði hann á orðin, sem bárust að ofan. — Hún skal út úr húsinu og það fljótt, heyrði hann Urban segja. — En hvernig eigum við að koma henni út? snökti Elín. — Hvað heldurðu að fólk mundi segja? — Karlinn er ekki með sjálfum sér, svar- aði Urban. — Hann þarf að fá fjárhalds- mann. Eg skal tala við lögfræðing um málið. — En það er bara vika til r.tefnu. Hvað í ósköpunum eigum við að gera? Skrafið þið bara, hugsaði hann, skrafið þið og skrafið og lótið þið tárin hrynja, nóg pláss hér í brunninum! Fyliið þið bara brunninn! Þá verða allir ánægðir. Og þá fæ eg að rétta úr bakinu. En þau komust sýnilega ekki að neinni niðurstöðu. Eftir nokkra stund skaut höfði Urbans fram yfir brúnina. — Vertu nú ekki svona einráður, sagði hann. Komdu nú upp úr gryfjunni og svo förum við öll heim og segjum henni að það geti ekki orðið neitt af brúðkaupinu. Svo skal ég sjá um eftirleikinn, og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. En hvað drengurinn var hugsunarsamur, hugsaði hann niðri í brunninum. Hann ætl- aði að létta öllum áhyggjum af pabba gamla. Maður gat nærri því orðið hrærður af um- hugsunarseminni, það er að segja, ef maður vissi ekki fyrirfram að það var húsið, tún- bletturinn og skógarreiturinn, sem var efst í huganum, því að jafnvel þó maður ætti heima í bæ, stýrði sporvagni og væri fínn maður, voru þetta þó hlutir, sem ekki féllu hverjum bæjarbúa í skaut. Hann rétti úr sér og leit á klukkuna. Hana vantaði kortér í fjögur. Ekki nema tíu mín- útur þangað til síðasti vagninn til bæjarins færi fram hjá. — Þið gistið þó alltaf í nótt, sagði hann sakleysislega. — I húsinu? Aldrei að eilífu! hrópaði Elín. Með þessum kvenmanni! Jæja, jæja, þau gátu þá gert það, sem þeim sýndist. Bara ef Urban vildi nú draga fötuna upp. Hún var sneisafull. En Urban var reiður og kærði sig ekkert um að hjálpa honum. — Þig skal iðra þessa, pabbi! hrópaði hann. — Þú skalt ekki halda að þú getir far- ið með okkur eins og þér sýnist. Þau sneru frá brunninum, eins og þau ætluðu að fara. Þau gengu nokkurn spöl, en svo kom Urban einn til baka, kippti í stigann og fleygði honum á brunnbarminn. Hann leit ögrandi niður í brunninn um leið og hann gekk burtu. Þarna sat hann nú á brunngólfinu. Aleinn og án þess að komast upp af eigin ram- leik. Vagninn kom öslandi eftir þjóðvegin- um, stanzaði augnablik en ók síðan af stað aftur. Jæja. Þá var bara að sitja og þrauka, al- einn. Maður grefur brunn, tekur skóflu- stungu eftir skóflustungu og fyllir fötu eftir fötu. Að síðustu situr maður í brunninum, með háa múra allt umhverfis sig, eins og í (Framhald á bls. 59) 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.